Forsíðufréttir

Leikskólar – Skiptir öllu hverjir stjórna

Skóla- og fræðslumál eru stærstu og fjárfrekustu málaflokkarnir sem sveitarfélög annast. Sveitarfélög landsins verja um helmingi útgjalda sinna til þessara málaflokka. Árið 2016 runnu ríflega 120milljarðar, á verðlagi þess árs, í fræðslu-og uppeldismál hjá sveitarfélögum landsins eða 51% útgjalda A-hluta sveitarfélaganna.

skiptingutgjaldaefftirmaklaflokkum

Leikskólar

Leikskólar eru fyrsta skólastigið í skólakerfinu og eru fyrir börn sem ekki hafa náð skólaskyldualdri. Sveitarfélögin bera ábyrgð á starfsemi leikskóla og það hvílir á herðum þeirra að setja sér stefnu um leikskólahald.

Árið 2016 voru rúmlega 250 leikskólar á landinu öllu og þar af um 80 í Reykjavík. Heilsdagsígildi sem börnin eru kölluð á fjármáli voru 16.300 árið 2016 og stöðugildin 4.100. Brúttókostnaður við leikskólana var 35.5milljarðar og nettókostnaður 30milljarðar. Hér er því um mikla fjármuni að ræða. Þessum fjármunum þarf að ráðstafa á skynsamlegan hátt. Fyrst og fremst þarf að útbúa umhverfi þar sem að börnin fá að þroskast og dafna í skólanum sínum. Einnig þarf vinnuumhverfi og laun starfsmanna að vera aðlaðandi svo kennarar fáist til starfa.

Það er eðlilegt að barnafjölskyldur geri kröfu til síns sveitarfélags um að þeim standi til boða pláss á leikskólum. Þess eru því miður dæmi að í sumum sveitarfélögum fái börn ekki pláss á leikskólum og verið send til síns heima fyrren ella á daginn vegna undirmönnunar. Það finnast einnig dæmi þess að deildum hafi verið lokað vegna þess að það tekst ekki að manna skólanna og margar barnafjölskyldur hafa þurft að grípa til þess örþrifaráðs að flytja í önnur sveitarfélög til að börnin fái pláss á leikskóla.

Skiptir öllu hverjir stjórna

Sveitarfélög hafa aldrei áður haft úr jafnmiklum tekjum að spila og í dag. Það ætti því að vera hægur leikur fyrir þau sveitarfélög sem eru í vanda með að manna stöður í leikskólum sínum, að bæta ástandið. Það er semsagt ekki tekjuvandi sem er að plaga sum sveitarfélögin, heldur útgjaldavandi og dæmin hafa sýnt að það er vel hægt að taka á slíkum vanda með farsælum hætti. Það þekkist til dæmis að sveitarfélög hafi farið í naflaskoðun hvað varðar rekstur sinn og skorið efsta fitulagið af og skilað því í rekstur leikskóla og almennt í bættri þjónustu við íbúa.

Frægt er að á kjörtímabilinu 2010-2014 var slíkur vandi leystur í Árborg með því að skera niður í stjórnkerfinu og rekstri snúið við úr vondri stöðu í góða. Þrátt fyrir niðurskurð, þá var þjónustan við íbúana aukin og börn fengu leikskólapláss þar sem áður var búið að loka deildum vegna manneklu. Aðgerðin í Árborg var unnin kjörtímabilið 2010-2014 og heppnaðist mjög vel.  Álögur á íbúa lækkuðu og voru í sögulegu lágmarki í enda þess kjörtímabils og fjárhagsstaða sveitarfélagsins í góðu standi. Árangur aðgerðarinnar sýndi sig vel í ánægjukönnun sveitarfélaga í framhaldinu og skilaði Árborg úr neðstu sætum í þau efstu í mældri ánægju íbúa.

logo-árborgÞví miður hefur sveitarstjórnarfólki í Árborg ekki lánast að viðhalda þeim góða árangri sem náðist í „aðgerð silkihúfa“ kjörtímabilið 2010-2014. Á yfirstandandi kjörtímabili sem senn er að ljúka breyttist flest til fyrra horfs og álögur á íbúa eru þar nú í sögulegu hámarki. Það er sem sagt líka auðveldlega hægt að klúðra málum og skemma þann góða árangur sem fyrri sveitastjórnir hafa náð, ef sveitarstjórnarfólk er ekki vakandi við störf sín, hvort sem það er vitandi eða óafvitandi.

áRBORG FASTEIGNASKATTUR

FASTEIGNASKATTUR LÆKKAÐI FRÁ 2010-2014 -ER NÚ Í SÖGULEGU HÁMARKI Í ÁRBORG

Af framangreindu má ráða að ábyrgð sveitarstjórnarmanna er mikil og það skiptir máli hverjir eru við stjórnvölinn. Miðflokkurinn mun bjóða fram fólk í sveitarstjórnarkosningunum í vor sem er tilbúið til að axla þá ábyrgð sem þarf, til að rekstur sveitarfélaga sé sem bestur og þjónusta við íbúana sé góð og umfram allt auki ánægju þeirra sem þar búa.

Tengt mál: Stór verkefni bíða nýrra sveitarstjórna

Mótum framtíðina saman

Miðflokkurinn er nú að undirbúa framboð til sveitarstjórna víðsvegar um landið. Ef þú lesandi góður hefur áhuga á að vinna með Miðflokknum að góðum málum þá hefurðu bara samband. Það er hægt að hafa samband við meðlimi í stjórnum kjördæmafélaga Miðflokksins sem verið er að stofna um allt land. Einnig getur þú haft samband í gegnum netfang Miðflokksins – midflokkurinn@midflokkurinn.is.

Mótum framtíðina saman 🙂

 

Auglýsingar