Forsíðufréttir

Skatttekjur sveitarfélaga – aldrei hærri en nú

Sveitarsjóður er sá hluti starfsemi sveitarfélags sem flokkast undir A-hluta, þ.e. aðalsjóður sveitarfélags auk annarra sjóða og stofnana er sinna starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð af skatttekjum. Tekjustofnar sveitarfélaga eru útsvar, fasteignaskattur og framlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Auk þess innheimta sveitarfélögin ýmsar tekjur af þjónustu og af eigin stofnunum og fyrirtækjum. Tekjur A-hluta sveitarfélaga hafa aldrei verið hærri en nú. Árið 2016 voru tekjur A- hluta sveitarfélaga nálægt 300 milljörðum króna. Sveitarfélög vinna nú að lúkningu ársreikninga. Það verður spennandi að sjá hver útkoman verður fyrir 2017.

SMANALAGT

Tekjustofnar sveitarfélaga – Aðalsjóður

Útsvar

Útsvarið er mikilvægasti og stærsti tekjustofn sveitarfélaga. Það er dregið af launum launþega ásamt tekjuskatti ríkisins. Útsvarsprósentan getur verið mismunandi frá einu sveitarfélagi til annars.  Útsvarsprósentan getur hæst verið 14,52% en lægst 12,44%. Flest sveitarfélög setja hámarksútsvar á íbúa sína.

Fasteignaskattur

Fasteignaskattur er annar stærsti tekjustofn sveitarfélaganna. Hann er lagður árlega á fasteignir á öllu landinu.

  • A-skattur er lagður á íbúðarhúsnæði og getur verið allt að 0,5% af fasteignamati.
  • B-skattur er lagður á ýmsar opinberar byggingar og er 1,32% af fasteignamati.
  • C-skattur er lagður á atvinnuhúsnæði og annað húsnæði sem ekki fellur undir A- eða B-skatt og getur verið allt að 1,32% af fasteignamati.

Heimilt er sveitarstjórn að hækka álagningu A- og C-skatta um allt 25%. Hámarksálagning A-skatts er þá 0,625% og C-skatts 1,65%.

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga

Jöfnunarsjóður hefur það hlutverk að greiða sveitarfélögum framlög til jöfnunar á tekjumöguleikum þeirra og útgjaldaþörf eftir ákveðnu regluverki. Hins vegar greiðir sjóðurinn hlutdeild í húsaleigubótum til allra sveitarfélaga og lögbundin framlög til stofnana og samtaka sveitarfélaga.

Jöfnunarsjóður er undir stjórn Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Mótum framtíðina saman

Miðflokkurinn er nú að undirbúa framboð til sveitarstjórna víðsvegar um landið. Ef þú lesandi góður hefur áhuga á að vinna með Miðflokknum að góðum málum þá hefurðu bara samband. Það er hægt að hafa samband við meðlimi í stjórnum kjördæmafélaga Miðflokksins sem verið er að stofna um allt land. Einnig getur þú haft samband í gegnum netfang Miðflokksins – midflokkurinn@midflokkurinn.is.

Mótum framtíðina saman 🙂

Vefur Sambands íslenskra sveitarfélaga

Auglýsingar