Forsíðufréttir

Miðflokkurinn nær í gegnum þöggunarmúrinn – fjölmiðlar og stjórnmálamenn í öðrum flokkum að vakna. Sefur ríkisstjórnin enn?

ÞÖGGUNARMÚRINN

Sá þöggunarmúr sem byggður hefur verið af fjölmiðlum og ríkisstjórn landsins til að málflutningur og tillögur Miðflokksins á alþingi og víðar komist ekki í umræðuna og til framkvæmda er nú smám saman að brotna. Stærri fjölmiðlar, aðrir stjórnmálaflokkar og skríbentar landsins hafa frá því að Miðflokkurinn var stofnaður þann 8. október 2017 reynt hvað þeir geta til að útiloka Miðflokkinn frá umræðunni. Það hyllir nú í að það sé að breytast.

Frægt er það þegar ríkisstjórnarflokkarnir tóku upp að hluta málflutning Miðflokksins og gerðu að sínum á lokametrum kosningabaráttunar í haust. Lítið hefur þó borið á efndum hjá ríkisstjórninni, skyldi hún enn sofa?.

Miðflokksfólk þakkar undirtektirnar

Það er stefna Miðflokksins að styðja við góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma. Þegar það gerist, að aðrir eru tilbúnir til að styðja við góð mál sem eiga uppruna sinn í Miðflokknum þá stendur ekki á Miðflokksfólki að aðstoða við að koma þeim í framkvæmd. Það er ánægjulegt að sjá að nú hafa bæst við aðilar sem tilbúnir eru að leggja sitt á vogarskálarnar til að vinna með Miðflokknum að góðum málum og koma þeim til framkvæmda. Miðflokksfólk þakkar undirtektirnar.

Jón gunnarsson

Jón Gunnarsson fv. samgönguráðherra í Morgunblaðinu

 

Auglýsingar

1 reply »