Forsíðufréttir

Ólafsvík í gærkvöldi – framboðsmál fyrirferðarmikil – Ólsarar til í slaginn við ríkisstjórnina

Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins, Bergþór Ólason og Sigurður Páll „stórútgerðarmaður“, þingmenn Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi sóttu Ólafsvíkinga heim í gærkvöldi.

OLAFSVIK2

Bergþór, Sigurður Páll og Sigmundur Davíð við háborðið á Hrauni Ólafsvík.

Fundurinn var nokkuð vel sóttur hvar framboðsmál voru fyrirferðarmikil á fundinum enda  sveitarstjórnarkosningar í vor. Sigmundur fór síðan yfir stöðu mála á Alþingi en nú liggur fyrir þingsályktunar-tillaga frá Miðflokknum um að gerð verði óháð, fagleg staðarvalsgreining fyrir nýtt þjóðarsjúkrahús að ógleymdri tillögu Sigmundar um Arion banka sem nú er í umsagnarferli. Bergþór fór svo yfir stöðu samgöngumála í kjördæminu sem eru vægast sagt í slæmu ástandi.

Einnig var rætt um uppbyggingarstarf Miðflokksins og fyrirhugað Landsþing í mars. Góður rómur var gerður af framsögu formanns Miðflokksins og þingmanna Norðvesturkjördæmis.

Ólsarar voru sammála um það að veita þyrfti ríkisstjórninni mikið aðhald. Fram að þessu hefði hún á engan hátt fylgt hjarta eða heyrt hjartslátt þjóðarinnar og væri verklítil nema á því sviði að skammta sjálfri sér fjármuni. Næst mun Miðflokkurinn sækja Sauðárkrók heim.

 

Miðflokkurinn á Alþingi – „Núverandi staðarval virðist [því] byggjast á úreltu skipulagi.” – Þingsályktunartillaga

Fréttatilkynning: Afdrifarík mistök að byggja nýjan Landspítala við Hringbraut

Bergþór – Tenging Vesturlands við höfuðborgina – stóra myndin; „Þverun Grunnafjarðar og færsla þjóðvegar 1 vestur fyrir Akrafjall er aðgerð sem er mikilvægt að komist aftur á dagskrá”

Auglýsingar