Forsíðufréttir

Van Ness Bus Rapid verkefnið í San Fransisco fer langt fram úr kostnaðaráætlun – kostnaður per km er kominn í 5.9milljarða ikr. – Kostnaðaráætlun Borgarlínu gerir ráð fyrir að hver km kosti 1.2milljarða að meðaltali – Verkefnin eru sambærileg að gerð

forsidaborgar

Mannvit gerði kostnaðaráætlun fyrir Borgarlínuna í maí 2017. Sú kostnaðaráætlun sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir því að framkvæmt sé við bestu hugsanlegu aðstæður. Samkvæmt þeirri forhönnun sem liggur fyrir, verður Borgarlínan samtals um 57 km á lengd. Mannvit telur að hver km kosti um 1.2 milljarða. Heildarframkvæmdakostnaður yrði því samkvæmt þessari áætlun um 70milljarðar ikr. Sjötíu milljarðar er sú tala sem hæst hefur farið í umræðunni.

borgarlína kostnaðaráætlun

Kostnaðaráætlun Mannvits frá 2017

Svipað verkefni að gerð en ekki lengd er nú í gangi í San Fransisco. Það verkefni er ekki jafn stórt í sniðum og Borgarlínan. Verkefnið í San Fran nefnist Van Ness Bus Rapid lane project. Kostnaðaráætlun þess verkefnis gerði ráð fyrir því í upphafi að hver km myndi kosta 3.9milljarða. Raunkostnaður í dag við VNBR verkefnið er kominn í 5.9 milljarða per km og fer hækkandi. Heimfært yfir á Borgarlínuna þá gæti kostnaðurinn við gerð Borgarlínunnar hæglega verið um 340milljarðar eða fimmfalt meira en rætt er um í dag.  #Borgarlínansig?

Frétt examiner um VNBR verkefnið

Borgarlínan – Kennisnið og kostnaðarmat

 

Auglýsingar