Forsíðufréttir

Skraf á föstudegi: „Miðflokkurinn er „með þetta!““ – Björn Páll Fálki Valsson-„Mér finnst hrátt nautahakk gott, en ég borða það með puttunum,…ekki tekexi“

Björn Páll Fálki Valsson er viðmælandi Skrafsins á föstudegi. Hann verður þrítugur á árinu.

Það er létt yfir Fálka er við hittumst á spjallinu. Hann býr í Hvalfjalfjarðarsveitinni ásamt konu sinni Helenu Þrastardóttur og þremur börnum. Honum líður vel þar og var núna að koma úr keilu með félögum sínum í Reykjavík og það var lauflétt yfir honum. Við hittumst í fyrsta sinni á stofnfundi Miðflokksfélags Reykjavíkur á mánudaginn var, þó við höfum unnið saman í kosningabaráttunni s.l. haust.

27292139_10156047153509860_948217696_n - Copy

Ég er ekki viss um hvað beri að kalla hann svona undir fjögur er við hittumst. Mig minnti að hann hefði alltaf verið kallaður Fálkinn í kosningabaráttunni s.l. haust en fannst e-ð óviðeigandi að nota það nú og sleppi því að nefna hann á nafn svo ég læt bara vaða í eina dæmigerða:

„Jæja, hvað segirðu þú býrð í Hvalfjarðarsveitinni, ég sé á loftmynd að það er einskonar þorp þarna sem ég vissi ekki af. Hvað búa margir í þessu þorpi og er einhver þjónusta þarna?“

„Melahverfi“ segir hann hissa

Fálka finnst skrítið að ég viti ekki af þessum byggðarkjarna.

„Þetta er svona létt og nett þorp með 200 manns og börnum. Við erum nýflutt hingað og erum að fara að byggja, þannig að við erum svona á milli húsa þessa daganna. Það er mjög gott að vera með börn hérna, fínn skóli og leikskóli. Ef eitthvað vantar þá er stutt á Akranes eða í bæinn [Rvík] að sækja það“

Fálki bætir svo við frásögnina af fjölskyldunni með því að segja mér hróðugur frá því að konan hans sé þremur árum eldri en hann. Þau eiga saman þrjú börn 2, 4 og 6 ára, allt planað taktfastlega á tveggja ára fresti segir hann og hlær.

27329623_10156047153454860_540393944_o

Nú man ég þetta, Hvalfjarðarsveitin er einn af þessum gullhreppum,svipað og Ásahreppur í Rangárvallasýslu, þar sem að skattar og álögur á íbúa eru í lægstu lægðum, allt tipp topp, malbikað upp að hverjum bæ og nágrannasveitarfélögin vilja æst sameinast þeim. Sameinist Hafnarfirði hugsa ég. Þessu næst spyr ég hann hvað hann sé að starfa.

„Ég er bústjóri á kjúklingabúi Reykjagarðs sem eru með Holtakjúkling vörumerkið. Það eru þrír stórir framleiðendur á landinu í kjúklingaeldi og eggjaframleiðslu. Rekstur þessara búa breyttist mikið í hruninu þannig að nú eru þetta bara þrír stórir aðilar sem eiga markaðinn. Þeir sem sjá um búin eru ýmist eingöngu bústjórar eða leigja út eigið húsnæði. Það er allavega háttur á því hvernig þetta lítur út á hverjum stað fyrir sig. Það eru að minnsta kosti lítið um einyrkja í þessu lengur. Ég er einnig vert á Ferstikluskála þar sem er mikið rennerí yfir sumartímann. Ferstikluskáli er þarna þar sem að Gaui Litli er með hernámssetrið á Hlöðum. Á Hlöðum eru haldin þorrablót og ýmsir mannfagnaðir í sveitinni“

Hlaðir hugsa ég. Þar hef ég nú farið á nokkur sveitaböll. Mig minnir að Sálin hans jóns míns hafi verið að spila þarna…eða var það kannski Nýdönsk, Todmobile eða SSSól?. Eyþór á sellóinu ber að ofan með faxið flagsandi eða Helgi Björns óstöðugur á fótum en samt stöðugur í söngnum…að mig minnir. Nú nota ég loksins Fálka nafnið eftir að vera búinn að brjóta ísinn með spjallinu við þennan góða dreng.

Af hverju Fálki?

„Ég er skírður Björn Páll Valsson í höfuðið á öfum mínum. Fálkanafnið tók ég upp og sótti um til mannanafnanefndar vegna þess að ég er var oft sagður vera bölvaður fálki er ég var að prakkarast sem krakki. Mannanafnanefnd sem hefur verið töluvert í umræðunni, ásamt gatslitnum þjóðvegum og hringavitleysunni við Hringbraut, var hvumsi fyrst því þetta nafn var ekki á skrá hjá þeim sem samþykkt mannsnafn. Það hafði enginn verið nefndur eða skírður Fálki síðan á tíundu eða elleftu öld. Ég rökstuddi umsóknina með því einmitt að vísa í að Fálki Dagsson hafi heitið maður fyrr á öldum og því ætti ekki að vera neitt mál fyrir nefndina að samþykkja umsóknina. Mannanafnanefnd lét til leiðast að samþykkja umsóknina eftir smá þras og nú heiti ég Björn Páll Fálki Valsson. Í kjölfarið hafa einhverjir tíu eða ellefu krakkar verið skírðir Fálkar“

„Þannig að Fálkinn setti klærnar í þröstinn?“

„Það má segja það og held fast í hann og hef gert síðan vorið 2007“, hlær upphátt.

27335689_10156047153549860_272993680_o

Fálki staddur erlendis ásamt konu sinni Helenu Þrastardóttur

Pólitíkin

„Vindum okkur nú í aðeins i pólitíkina. Hvaða bakgrunn hafðirðu  í pólitíkinni áður og hvað kom til að þú varst kosningastjóri hjá Miðflokknum í haust?“

„Ég var í Sjálfstæðisflokknum og er ekkert fúll út í þann flokk sérstaklega, mér finnst bara að Miðflokkurinn sé „með þetta“ eins og sagt er. Sigmundur er líka fínn kall og mér leist fyrst og fremst vel á stóru myndina þ.e. þær lausnir sem Sigmundur og Miðflokkurinn hafa á þeim málefnum sem þarf að leysa eins og Arion banka, vegakerfið, innviðina almennt og einnig þá sýn sem Miðflokkurinn hefur á landsbyggðina. Hann Beggi var svo fenginn til að leiða listann í NorðVesturjördæmi og það var óskað eftir að ég hjálpaði til. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara útí en Norðvesturkjördæmi er ef svo má segja þrískipt að flestu leyti svona svipað og Suðurkjördæmi, nema hjá okkur er það vesturland, vestfirðir og norðurland. Það eru ólíkar áherslur eftir landshlutum á það hvaða málefni eru mikilvægust osfrv.. Okkur gékk síðan alveg rosalega vel í kosningunum og fengum góðar undirtektir alls staðar þar sem að við komum og kynntum stefnumál Miðflokksins. Siggi Palli bjóst ekkert við því fyrir kosningar að komast inn á Alþingi. Ég hafði samt fulla trú á því að við næðum því og stefndi að því allan tímann. Eftir að síðasta atkvæðið hafði verið talið þá var Siggi Palli inni. Þessi tími var mjög svo eftirminnilegur og það var mikið stuð og mikil stemning allan tímann.“

Við lokum umræðum um pólitíkina með því að drepa aðeins niður fæti í sveitarstjórnarmálin.

Fálki barðist fyrir því árið 2014 að persónukjör yrði haldið í Hvalfjarðarsveit en áður höfðu verið þar listakosningar. Hann bauð sig svo fram í kjölfarið enda haft mikinn áhuga á að hjálpa til við að vinna þau verk sem þarf að vinna í fámennu sveitarfélagi. Hann er nú fyrsti varamaður inn í sveitarstjórn og aðalmaður í fræðslu- og skólanefnd Hvalfjarðarsveitar. Fálki hefur áhuga á að starfa áfram að sveitarstjórnarmálum.

Ég efast ekki um að fólk í Hvalfjarðarsveit muni keppast við um að fá þennan dugmikla unga mann, sem tók þátt í að skrifa íslenska stjórnmálasögu í haust, með sér í þá vinnu sem framundan er í Hvalfjarðarsveit.

Síðustu þrjátíu árin

Nú er að koma að endalokum þessa samtals og því ekki úr vegi að reyna að fara yfir það með sem skemmstum hætti hvað Fálki hefur verið að bralla í þessi þrjátíu ár að verða.

Fálki hefur skot- og stangveiði sem aðaláhugamál. Hann hefur komið að fjölda félagsstarfa og verið mjög virkur í samfélaginu. Fálki hefur komið að markaðssetningu útvarpsstöðvar hvar launin voru hamborgari og kók, gaf út þjóðhátíðarblaðið 2008 ásamt vini sínum, aðstoðað móður sín við störf hjá mæðrastyrksnefnd, starfað í nemendafélagi, verið æskulýðs- og tómstundafulltrúi síns sveitarfélags, háseti á frystitogara, unnið í Bónus og við pökkun á fiski og sem þjónn á Humarhúsinu. Síðast en ekki síst var hann bílstjóri á Nings hvar hann komst upp á bragðið með að fá sér hrísgrjónanúðlur með auka kjúlla og auka chilli.

Þar sem að talið barst að mat þá nefndi ég við Fálka að mér þættu súkkulaðitertur æði góðar eins og formaðurinn okkar. Ég spurði Fálka því að því hvort að hann ætti eitthvað slíkt sameiginlegt með Sigmundi. Það stendur ekki á svari:

„Mér finnst hrátt nautahakk gott, en ég borða það með puttunum, …ekki tekexi“

Við þetta svar sprungum við báðir úr hressilegum hrossahlátri. Er við höfðum náð andanum, kvöddumst við og höfðum á orði að við fyndum báðir til mikillar tilhlökkunar til Landsþingsins í mars og kosninganna í vor.

 

Auglýsingar

1 reply »