Forsíðufréttir

Reykjavíkurborg – Tekjur hafa aukist – Skattar og gjöld hækkað – Í hvað fóru peningarnir? – Krefja þarf fráfarandi borgarstjóra svara

Fjármál Reykjavíkurborgar hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið enda líður senn að sveitarstjórnarkosningum. Því er ekki úr vegi að skoða fjárhag borgarinnar og þá sérstaklega skatttekjur hennar og í hvað peningarnir hafa farið.

SKATTEKJURMEÐ JÖFNUNARGJALDI

Þróun skattekna Reykjavíkurborgar af íbúa frá 2002 með jöfnunargjaldi

Tekjur A-hluta Reykjvíkurborgar sem samanstanda af útsvari, fasteignasköttum, framlagi úr jöfnunarsjóð sveitarfélaga auk annarra gjalda og skatta hafa farið stigvaxandi frá árinu 2010. Sett á fast verðlag 2017 þá hafa skattekjurnar aukist um 32% frá árinu 2010 er Besti flokkurinn komst til valda. Skatttekjurnar hafa svo aukist enn frekar eftir að fráfarandi borgarstjóri Dagur B. Eggertsson tók við stjórnartaumunum. Skatttekjur borgarinnar eru nú í sögulegu hámarki.

SKATTEKJU

Þróun skattekna Reykjavíkurborgar af íbúa frá 2002 án jöfnunargjalds

Á sama tíma og tekjur hafa aukist þá hafa útgjöld borgarinnar einnig aukist eins og sjá má á súluritinu að neðan.

UTGJÖLD

Þróun útgjalda Reykjavíkurborgar á íbúa frá 2002

Í hvað fóru peningarnir?

Það er ljóst að tekjuaukning borgarinnar hefur orðið til vegna aukinnar skattheimtugleði  borgarstjórnarmeirihlutans og því að ytri aðstæður hafa verið hagstæðar í þjóðfélaginu. Skoðum nú aðeins útgjaldahliðina. Þegar fjárveiting til þeirra tveggja málaflokka sem taka á umhverfis- og hreinlætismálum er könnuð, kemur í ljós af hverju höfuðborgin er svona skítug og illa hirt. Það er vegna þess að fé til þessara tveggja málaflokka hefur verið skorið stórlega niður undanfarin ár.

HREINLÆTISMÁL

Rekstrarfé til hreinlætismála hefur verið stórlega skorið niður í tíð fráfarandi borgarstjóra

Sömu sögu er að segja um umhverfismálin, en þar hefur fjárstuðningur við þann málaflokk stórminnkað frá árinu 2010. Almenningsgarðar, útivistarsvæði, opin svæði, umhverfi gatna og torga, skreytingar og ýmislegt annað hefur mátt reka á reiðanum og kynnt undir óánægju borgarbúa með fráfarandi borgarstjóra. Íbúar og gestir höfuðborgarinnar eiga betra skilið en að borgin sé illa hirt og skítug.

UMHVERFISMA

Rekstrarfé til umhverfismála hefur verið stórlega skorið niður í tíð fráfarandi borgarstjóra

Það er ljóst að breytinga er þörf í borginni og það þarf að krefja fráfarandi borgarstjóra Dag B. Eggertsson svara um það í hvað peningarnir fóru, áður en hann skilar lyklunum að ráðhúsinu. Miðflokksfólk gerir það nú og mun halda því staðfastlega áfram fram á vorið. Auk þess mun Miðflokkurinn kynna leiðir til lausna á þeirri vandræðaflækju sem borgin er komin í og mun hjálpa til við að gera Reykjavík að fyrirmyndarborg…aftur.

Auglýsingar