Forsíðufréttir

Miðflokksfélag stofnað á 5 ára afmæli Icesave dómsins í NorðAustur-kjördæmi – Húsfyllir – Fyrstur kemur, fyrstur fær. Miðflokkskakan hvarf fljótt í maga gesta

Stofnfundur Miðflokksfélags í NorðAusturkjördæmi var haldinn í gær á Egilsstöðum. Mikill fjöldi félaga í Miðflokknum í kjördæminu sótti fundinn. Hin fræga Miðflokkskaka var sett á borð í upphafi fundar í Þingmúla í Hótel Valaskjálf.

Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún fóru yfir hvað bæri hæst í pólitíkinni þessa daganna. Það hefur ekki farið framhjá neinum að þingmenn Miðflokksins eru afar duglegir á þingi sem hefur þýtt það að þagnarmúr fjölmiðla og ríkisstjórnarinnar er smám saman að brotna. Það virkar því hjá okkar fólki að hafa hátt um þau mál sem er svo mikilvægt að vinnist farsællega fyrir þjóðina. Þar má nefna söluna á Arion banka, staðsetningu Þjóðarsjúkrahússins, bætta heilbrigðisþjónusta fyrir landsbyggðina, fúið vegakerfið, óréttlátt skattheimta á landsbyggðina sem felst í kolefnisgjaldinu og að halda ríkisstjórninni við efnið að efna kosningaloforðin sín. Mörg af þeim loforðum tóku stjórnarflokkarnir beint upp af stefnuskrá Miðflokksins fyrir kosningar, augljóslega í þeim tilgangi einum að fá aukalega atkvæði kjósenda. Eins og landsmenn vita þá hafa stjórnarþingmennirnir því miður gert nánast allt öfugt við það sem lofað var fyrir kosningar. Það er því afar mikilvægt að þingmenn Miðflokksins veiti stjórnarþingmönnum aðhald og bendi ríkisstjórninni á þá sjálfsögðu kröfu kjósenda að hún efni loforðin sín.

Er kom að fundarhléi var svo mikil ásókn í gómsæta Miðflokkskökuna að frílans ljósmyndari Forsíðufrétta náði ekki af henni mynd fyrr en stór hluti hennar var horfinn ofan í maga fundarmanna. Ekki fengust fréttir af því hvort ljósmyndarinn fékk kökusneið.

nA1

NaMM – Miðflokkskakan gómsæta

Fundarmenn voru sammála um það í lok fundar að halda áfram að berjast hart fyrir þeim góðu málum sem Miðflokkurinn setti á oddinn fyrir alþingiskosningarnar s.l. haust og sækja fram og vera áberandi í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Mótum framtíðina saman

Miðflokkurinn er nú að undirbúa framboð til sveitarstjórna víðsvegar um landið. Ef þú lesandi góður hefur áhuga á að vinna með Miðflokknum að góðum málum þá hefurðu bara samband. Það er hægt að hafa samband við meðlimi í stjórnum kjördæmafélaga Miðflokksins sem verið er að stofna um allt land. Einnig getur þú haft samband í gegnum netfang Miðflokksins – midflokkurinn@midflokkurinn.is.

 Vertu Memm 🙂

Auglýsingar

1 reply »