Forsíðufréttir

Viðskiptablaðið brá sér í leikhús – Öfugmælavísur kveðnar á þingi – Samgönguráðherra vinnur leiksigur – Batnandi mönnum er best að lifa

Umfjöllun Viðskiptablaðsins um einn kafla leiksýningar stjórnarþingmanna birtist á vefsíðu blaðsins s.l. sunnudag. Sá kafli leiksýningarinnar sem er til umfjöllunar fær góða dóma, enda má skilja skrifin sem svo að um vel útfærða leiksýningu sé að ræða að mati VB. Þingflokkur Miðflokksins hefur einnig ítrekað bent landsmönnum á að horfa á þetta meistarastykki.

sigurðru biður til guðs

Sigurður Ingi samgönguráðherra

Leikdómur Viðskiptablaðsins ber titilinn „Sigurður Ingi íhugar veggjöld“. VB vitnar þar í frétt vísis um málið en þar kemur fram að samgönguráðherra útiloki ekki lengur vegtolla til að flýta fyrir uppbyggingu samgöngumannvirkja inn og út úr borginni. Viðskiptablaðið bendir svo réttilega á að Framsóknarflokkurinn hefði lýst yfir andstöðu við vegatolla til uppbyggingar vegakerfisins í kosningabaráttu sinni, en að nú segi Sigurður Ingi að stjórnkerfið þurfi að íhuga alvarlega hvernig fjármagna eigi vegakerfið til framtíðar og þar útilokar hann nú ekki vegatolla og blandaða fjármögnun.

Öfugmælavísur Framsóknarflokksins

Í kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosningar 2017 mátti finna ýmis fögur loforð um úrbætur í samgöngumálum.  Kosningastefnuskráin er reyndar ekki lengur aðgengileg á heimasíðu flokksins og skyldi engann undra ef siðareglur Framsóknarflokksins  eru skoðaðar samhliða loforðunum sem sett voru fram í aðdraganda kosninga. Með aðstoð öflugra vefleitarvéla mátti þó finna stefnuskránna. Hollt og gott væri fyrir þingflokk framsóknar að lesa yfir loforðin sem þau gáfu um úrbætur í samgöngumálum. Þingflokkur Miðflokksins myndi án efa taka jákvætt í það ef samgönguráðherra myndi nú taka á sigg rögg, vinda ofan af vandræðaflækjunni sem hann er búinn að koma sér í og færi nú að vinna í því að efna loforðin sín, sem hann gaf fyrir kosningar. Batnandi mönnum er jú, best að lifa.

Kosningaloforð framsóknar til handa kjósendum sínum

Framsóknarflokkurinn – X-B

Framsókn vill stórauka framlög til viðhalds og nýbyggingu vega

Slysatíðni vegna umferðar hefur hækkað um 13% sl. þrjú ár. Vegakerfið er að hruni komið. Framsókn vill stórauka framlög til að auka umferðaröryggi. Viðhald og nýbyggingar vega er ein mikilvægasta fjárfesting landsmanna. Greiðar samgönguleiðir eru lífæð búsetu í landinu.

Framsókn hafnar hugmyndum um vegatolla

Vegatollar eru viðbótarskattur sem leggst þyngst á þá sem sækja vinnu daglega til höfuðborgarsvæðisins.

Framsókn hafnar tillögu um hækkun olíugjalds

Eldsneytishækkanir koma verst niður á fjölskyldum sem hafa minni tekjur og íbúum á landsbyggðinni sem oft þurfa að sækja nauðsynjar, þjónustu og félagsstarf um langan veg. Framsókn vill ekki hækka álag á olíu á meðan innviðir fyrir rafbíla og tækniþróun er takmarkandi þáttur í notkun þeirra.

Framsókn vill efla almenningssamgöngur

Innanlandsflug er ekki raunhæfur kostur fyrir fjölskyldur vegna hárra flugfargjalda. Framsókn vill taka upp niðurgreiðslu á flugi innanlands fyrir íbúa á landsbyggðinni að skoskri fyrirmynd.

alvarleengill

Hringvegur-2017_netið_Page_7


ítarefni

Miðflokkurinn nær í gegnum þöggunarmúrinn – fjölmiðlar og stjórnmálamenn í öðrum flokkum að vakna. Sefur ríkisstjórnin enn?

Bílgreinasambandið – Rúmir 73 milljarðar innheimtir í opinber gjöld af bifreiðaeigendum 2018 en 21 milljarður fer í vegakerfið

Ástand innviða á Íslandi er ekki gott – Ríkisstjórn V, B og D bregst ekki við.

Auglýsingar