Birgir Þórarinsson

Miðflokksfélagar viðstaddir er nýir bikarar og patínur voru vígð í messu á Sólheimum í Grímsnesi um síðastliðna helgi – Þrekvirki Sesselju á Sólheimum – starfsemin hófst í tjöldum

Sunnudaginn 28. janúar síðastliðinn var haldin messa með altarisgöngu í Sólheimakirkju. Nýir bikarar og patínur voru vígð í messunni. Meistaraverk unnin af heimilisfólki undir stjórn Ingibjargar Karlsdóttur. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup sá um vígsluna. Þorbjörg Jóhannsdóttir sá um tónlistina og lék göngugarpurinn Reynir Pétur Steinunnarson meðal annars á munnhörpu.

27536729_10215070811426407_1517806245_o

Vígsluathöfnin

Miðflokksfélagar á ferð á Sólheimum

Birgir Þórarinsson þingmaður og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson voru viðstaddir vígsluathöfnina. Eftir messukaffi var boðið uppá einstaka kynningu á sögu, starfi og þeirri hugsjón sem knýr áfram samfélagið á Sólheimum. Reynir Pétur sem kom til Sólheima aðeins þriggja ára að aldri fór yfir sögu Sólheima og sýndi Miðflokksfélögunum meðal annars hið merkilega gamla hús. Um kvöldið var svo endað á því að spila á spil þar sem Reynir Pétur lék einnig á munnhörpuna fyrir þá félaga Birgi og Svein.

Birgir sem starfar starfar í fjárlaganefnd Alþingis kom að því að greiða fyrir því að Sólheimar fengju greitt framlag til viðhalds innviða á Sólheimum í Grímsnesi við gerð síðustu fjárlaga. Birgir hafði á orði að hann væri afar ánægður með að hafa getað sett sitt lóð á vogarskálarnar og veitt starfseminni á Sólheimum liðsinni við fjárlagagerðina.

Mói á melrakkasléttu.jpg

Upphafið að þrekvirkinu Sólheimum

sesseljaÁ Sólheimum í Grímsnesi er og hefur verið unnið afar merkilegt starf í áratugi.
Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir hóf starfsemi Sólheima 5. júlí 1930 í tjöldum en þann dag komu fyrstu fimm börnin og nokkru síðar bættust önnur fimm við. Ekkert íbúðarhæft hús var á staðnum og því búið í tjöldum þar til Sólheimahúsið var fokhelt 4. nóvember um veturinn og hægt var að flytja inn í kjallarann. Lúðvík bróðir Sesselju smíðaði trégólf í tjöldin og leiddi undir þau hita frá hvernum.

Sólheimar voru stofnaðir sem barnaheimili, einkum fyrir börn sem bjuggu við erfiðar heimilisaðstæður svo sem foreldramissi eða veikindi foreldra. Einnig voru tekin börn til sumardvalar. Haustið 1931 kom fyrsta þroskahefta barnið að Sólheimum en þá voru engin úrræði til á Íslandi fyrir þroskahefta og þess voru dæmi að þroskaheft fólk væri geymt í útihúsum.

saga-solheima1


Nánar um sögu Sólheima má lesa hér

splheimar-kort

Uppdráttur af Sólheimum

Auglýsingar