Formaður Miðflokksins

Góð mæting á opnum fundi í Reykjanesbæ í gærkvöldi þrátt fyrir aftaka veður – Í dag ræður kerfið för, ekki ráðherrar

Fínasta mæting var á opnum fundi sem Miðflokkurinn óí Suðurkjördæmi stóð fyrir í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Sigmundur Davið formaður Miðflokksins og Birgir Þórarinsson þingmaður Suðurkjördæmis voru gestir fundarins.

27651227_10215106698523562_964015622_o

Sigmundur hóf fundinn og fór vítt og breytt um hið pólitíska svið og skýrði fundargestum frá þeim „hættulegu mistökum” sem ríkisstjórnin er að láta sér eiga stað með að ríghalda í óbreytta staðsetningu á nýju Þjóðarsjúkrahúsi. Í því máli virtist Sigmundi sem svo að það væri kerfið og stjórnarmenn í því félagi sem stofnað var utanum byggingu nýs þjóðarsjúkrahúss sem væru við stjórnvölinn en ekki stjórnarþingmenn eða ráðherrar. Sigmundur benti á að sjúkrahússmálið væri eitt skýrasta dæmið um það hvernig kerfið ynni og léti starfandi ráðherra vera í hlutverki „Yes, minister”. Annað dæmi tók hann um „Yes, minister” en það er Arion banka málið, þar er það fjármálaráðherra sem leikur aðalhlutverkið lista vel og lætur kerfið og einnig vogunarsjóðina spila með sig. Það kom að lokum fram í máli formannsins að það er raunveruleg hætta á því að núverandi ríkisstjórn klúðri málunum með Arion banka og að allt fari á versta veg m.t.t. hagsmuna þjóðarinnar þar, en á besta veg fyrir vogunarsjóðina.

20180201_204611 Birgir Þórarinsson þingmaður Suðurkjördæmis tók svo til máls og fór yfir störf Alþingis. Hvernig sumir stjórnarþingmenn haga sér oft á tíðum líkt og frekir krakkar. Boðaður samstarfsvilji þvert á flokka enginn og hvernig stjórnarþingmenn gera allt öfugt við það sem lofað var fyrir kosningar. Engu að síður hefur Birgir að sögn mjög gaman að því vinna á þingi, þá sérstaklega vegna þess hve vinna og málefnastaða þingflokksins sé traust og góð. Það kom einnig fram að þingmönnum í þingflokki Miðflokksins hlakkar til að mæta í vinnuna á hverjum degi og sinna sínum störfum í þágu þjóðarinnar á meðan að virtist gæta pirrings og örla á fýlusvip hjá stjórnarþingmönnum.

20180201_204328

Í lok fundar var farið yfir sveitarstjórnarmálin og greint frá því að undirbúningur fyrir kosningarnar í vor hafi hafist með formlegum hætti í gærkvöldi. Haft verður samband við stjórnir kjördæmafélaganna nú á allra næstu dögum um fyrirkomulag baráttunanr og svo mun hópurinn allur hittast á flokksráðsfundi þann 10. febrúar n.k. þar sem betur verður farið yfir málin.

 

Auglýsingar