Forsíðufréttir

Skraf á föstudegi – Hannes Karl í NorðAustri – „Á allar græjur“ – Er að norðan en þolir ekki snjó – Miðflokkurinn rokkar og rólar

Norðausturstjorn

Nýkjörin stjórn Miðflokksfélagsins í NorðAusturkjördæmi

Hannes Karl Hilmarsson nýkjörinn formaður Miðflokksfélags NorðAusturkjördæmis er viðmælandi Skrafsins þessa vikuna. Félagið var stofnað 28. janúar s.l. á fimm ára afmælisdegi Icesave dómsins. Sá dagur var vel til fundinn þar sem helsti andstæðingur Icesave „samninganna“, Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins er þingmaður NorðAusturkjördæmis. Með dómnum lauk áralangri milliríkjadeilu og samningaviðræðum Íslendinga við Breta og Hollendinga um innstæðutryggingar þeirra sem höfðu lagt fé sitt inn á Icesave-reikninga Landsbankans. Líkt og þjóðinni er kunnugt þá reyndi ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar ítrekað að troða mislélegum „samningum“ ofan í kokið á þjóðinni. Í ofanálag þá hótuðu skötuhjúin þjóðinni því, að ef hún ekki samþykkti „samningana“ þá myndi Ísland breytast í Kúbu norðursins. Á hinn bóginn þá var raunveruleg hætta á því að ef þjóðin hefði farið að ráðum snillinganna í stjórnarráðinu á sínum tíma og samþykkt „samningana“, væri Ísland nær því að vera Albanía vestur-evrópu í dag. Hafi Sigmundur og félagar í Indefence hópnum ævarandi þökk fyrir að berjast gegn þessum „samningum“.

icesave (1)

Jæja, þetta var nú ágætis upphitun fyrir samtalið. Nú beinum við sjónum okkar að Hannesi og mun hann eiga sviðið næstu línurnar. Þökk sé Graham Bell og félögum fyrir símatæknina, þá gátum við átt gott spjall saman landshornanna á milli á þokkalegasta vetrarkvöldi í vikunni. Hannes var staddur á Egilsstöðum og ég sem fyrirspyrjandi Forsíðufrétta.net heima hjá mér í Hafnarfirðinum.

Íslandsmetið

fréttabréf 21.des

Það er með Hannes, líkt og með svo marga aðra í Miðflokknum þá er ég enn að kynnast því fólki sem bar hitann og þungann af kosningabaráttunni s.l. haust, hvar Miðflokkurinn setti íslandsmet í bestu kosningu nýs framboðs eða 10.87% á landsvísu. Miðflokkurinn í NorðAustur fékk bestu kjördæmakosninguna eða 18,6% atkvæða á móti 14.3% í Suðrinu og 14.2% í NorðVestri. Hannes var einn af þeim fjölmörgu sem lögðu sitt á vogarskálarnar í NorðAustrinu til að ná þessum glæsta kosningasigri.

Samtalið

Ég tók upp símann þennan vetrardag um sexleytið og hringdi í einkanúmer Hannesar.

„Sæll Hannes, Tómas Ellert hérna meginn, hvað segirðu gott?“
„Bara allt í þessu fínu bara, en þú?“
„Jújú, bara allt í þessu fína. Heyrðu Hannes, til hamingju með formannskjörið, mig langar til þess að forvitnast aðeins um þig og þína hagi og svoleiðis. Líst þér ekki bara vel á það?“
„Jú, bara frábært, gaman að því“
„Þá skulum við bara byrja“.

received_2020004934693163

Ég var byrjaður að vandræðast e-ð af stað með þetta viðtal þegar Hannes greip fram í og segir si sona „ég skal bara fara aðeins yfir söguna mína, hvar ég aldist upp, var í skóla, hvað ég lærði og svo framvegis“. Hannes heldur svo áfram talinu á meðan að ég pikka eins og óður á lyklaborðið því Forsíðufréttir hafa ekki enn fjárfest í upptökubúnaði.

Á þessari stundu er ákveðið að breyta um frásagnarstíl því ég hef rekið mig á það, þegar samtöl eru pikkuð beint inn, þá kemur orðið „bara“ leiðinlega oft fyrir í samtölum fólks. Forsíðufréttir er rétt rúmlega mánaðargamall miðill, ungur eins og Miðflokkurinn og er enn að læra.

Uppvaxtarárin, starfsferillinn og búslóðaflutningarnir

Hannes Karl er uppalinn á Akureyri og á ættir sínar að rekja í Eyjafjörðinn. Hann gékk í skóla á Akureyri bæði grunnskóla og síðar Verkmenntaskólann, stundaði hann síðan nám við Hótel og veitingaskólann þar sem hann lærði kokkinn og starfaði meðfram námi og á eftir nám, á Hótel KEA. Hannes vann í fimm ár í faginu er hann missti á einhvern hátt neistann fyrir kokkastarfinu og ákvað að söðla um og fór í útkeyrslu hjá Samskipum. Hann viðurkennir þó að það sé smá fiðringur í honum að fara að kokka aftur þar sem að í dag er kominn grundvöllur fyrir því að vera jafnvel með veitingastað á Egilsstöðum. Þó að Akureyringur sé og búi nú á Egilsstöðum, staðir sem eru ekki beint snjóléttustu svæði landsins, þá þolir Hannes ekki snjó. Ég geri það reyndar ekki heldur og finnst því gott að vera á suð-vestur horninu. Hannes er nú væntanlega eitthvað harðgerari en ég enda er hann lurkur, stór og þrekvaxinn og færi létt með að taka mig meðalmanninn í sjómann.

Forsíðufréttir

Hannes að störfum hjá Samskipum

Tali okkar víkur svo aftur að æskunni og hvað hann hafi verið að gera þá. Hannes segir frá því að hann hafi nú átt venjulega æsku og oft eytt sumrunum hjá ættmennum sínum í Flóanum steinsnar frá Selfossi. „Nú“ segi ég er hann nefnir Selfoss „ég er einmitt frá Selfossi“. Það kemur svo í ljós að ég þekki vel til ættingja Hannesar fyrir sunnan. „Heimurinn er lítill“ segi ég og Hannes tekur undir það. Síðan víkur talinu aftur að Akureyri og þá spyr maður náttúrulega hvort að hann sé Þórsari eða KA maður. „ Ég er KA maður“ segir hann ákveðið. Þar sem að ég þekki nú aðeins til Schiöth-ara þá spyr ég „Ok, ertu þá ekki í sjutturunum?“. „Nei, ekki ennþá en það gæti breyst einn daginn“. Nú erum við komnir á fullt í tali okkar á sviði íþróttanna. Hannes segir mér að hann hafi áhuga á að spila golf. Hann byrjaði að fikta við þá íþrótt er hann bjó fyrir sunnan, spilaði hjá GKG, á allar græjur og er alltaf á leiðinni á golfvöllinn á Egilsstöðum að taka einn hring. Hannes horfir á golfvöllinn daglega útum eldhúsgluggann en hefur ekki enn drifið á völlinn með driverinn sinn. Ég kannast við þetta, á allar veiðigræjur, en þær fóru varla úr geymslunni á s.l. ári þó ég hafi verið á leiðinni í veiði allt sumarið og dreymdi um góða veiði. Það er samt mikið öryggi fólgið í því að geta sagst eiga „allar græjur“ er maður lendir á spjalli við aðra karlmenn um veiði, svo fer auðvitað engum sögum af núverandi veiðiskap heldur vitnar maður alltaf í bestu veiðiferðina og talar ekkert um allar hinar þar sem að maður kom heim með öngulinn í rassinum, þær ferðir eru allnokkrar. Talið berst næst að boltanum. Hannes hefur mikinn áhuga á knattspyrnu og nær stundum að gefa sér tíma til að horfa eitthvað á leiki þó mikið sé um að vera í hans lífi þessa daganna. Í kjölfarið kemur þá klassíker:

„Með hvaða liði heldurðu í enska?“ spyr ég

„Ég er United maður“ svarar Hannes

„Þú veist að Sigmundur er poolari, er það ekki?“

„Nei, ég vissi það nú reyndar ekki, best að vera þá ekkert að spjalla við hann um boltann“ segir Hannes og skellihlær.

Hannes og Egilsstaðir

Hannes segir frá því að hann hafi búið á Egilsstöðum síðan 2013. Hann var óvænt beðinn um að stýra útibúi Samskipa á staðnum hvar hann hefur verið í starfi síðan 2001. Hann flutti þangað einn síns lið með búslóðina sína, konulaus og barnlaus. Eftir árið þegar hann var að því kominn að flytja jafnvel aftur til Reykjavíkur kynnist hann núverandi sambýliskonu sinni Svanhvíti Alfreðsdóttur og eiga þau saman 3 ára patta, fyrir átti Svanhvít dóttur og son sem er hálfbróðir Fálka sem var í Skrafinu s.l. föstudag. Hannes óskaði þá eftir framlengingu á dvölinni eystra hjá vinnuveitendum sínum og í dag er Hannes orðinn partur af fimm manna fjölskyldu. Hannes er afar sæll og glaður með ráðahaginn og að búa í Fellabæ við Egilsstaði.

received_2019994188027571

Hannes með konu sinni og pattanum sínum

Innskot: Hefur einhver heyrt svona svipaða sögu áður?. Ég hef heyrt margar svoleiðis sögur af ungum mönnum sem flytja út á land til að svala ævintýraþrá og enda svo á því að setjast að á viðkomandi stöðum. Af hverju gefa heimasæturnar sig ekki á tal við utanbæjar gæjanna fyrr en þeir eru orðnir aðframkomnir af heimþrá?. Held að þessi „staðreynd“ gæti verið efni í sæmilega ritröð í sál- og félagsfræðum.

Stjórnmálin og „ekki” innviðauppbygging ríkisstjórnarinnar

Við Hannes förum nú að ræða stjórnmálin og stöðuna á henni í dag. Hannes var alltaf félagi í Framsóknarflokknum áður en Miðflokkurinn kom til sögunnar. Hann segir frá því, að sá tími sem hafi verið skemmtilegastur í framsókn hafi verið þegar að Sigmundur var formaður. Þá hafi verið einhver dýnamík í flokknum sem sé horfin í dag enda dugmesta og jákvæðasta fólkið horfið úr þeim flokki. Þegar talið berst svo að samgöngumálum er Hannes á þeirri skoðun að hringvegurinn eigi að vera sem styrstur. Hann fagnar samt öllum vegbótum hvar sem þær eru gerðar enda er hann mikið á ferðinni sem tengist auðvitað hans starfi. Hannes er á þeirri skoðun að ástand vegakerfisins sé til skammar fyrir ríkisvaldið. Endurbætur og uppbygging vega og annara innviða hefur svo strax verið sett í frost þó að stjórnarflokkarnir hafi lofað öllu fögru fyrir kosningar og þörfin á endurbætum er vægast orðin mikið aðkallandi. Hannes þekkir mjög vel til samgöngukerfisins og er stórnotandi þess í eiginlegri og óeiginlegri merkingu orðsins stór. Hann er ekki bara hávaxinn heldur mátti einnig skynja í samtalinu sem ég átti við hann, að hann hefur stórt og gott hjarta.

alvarleengill

Hannes nefnir síðan nokkur dæmi um vegarkafla sem eru orðnir stórhættulegir og þurfi að bæta s.s. tvo vegarkafla í Skriðdalnum og Fáskrúðinn til Stöðvarfjarðar þar sem hefur orðið fjöldi slysa á undanförnum árum. Samskip ekur bæði norður- og suðurleiðina til og frá Reykjavík. Norðurleiðin er um 60km styttri en suðurleiðin. Hannes nefnir að það mætti einnig fjölga jarðgöngum til að sneiða framhjá hættulegum vegarköflum og síðan að það sé orðið hreinlega lífsspursmál að útrýma einbreiðum brúm á hringveginum a.m.k. auk þess sem þjóðvegurinn á ekki að vera kindastígur eins og hann er í dag og það verði að breyta honum í akveg því umferðin um hann hefur stóraukist. Þar sem að hann er nú bílstjóri og ekur mikið, þá spyr ég hann hvert tímametið hans sé á milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Hannes var tregur til að svara þeirri spurningu. Hann sagði mér þó að tímametið hefði hann sett að nóttu til og stæði á heilli tölu og ekki orð um það meir.

Starfið framundan

Komið hefur fram að Hannes er nú formaður Miðflokksfélagsins í NorðAusturkjördæmi. Starfið þar er að taka á sig góða mynd. Hvað varðar sveitarstjórnarkosningarnar í vor þá er sú vinna komin vel af stað og það liggur nokkurnveginn fyrir hvar listar Miðflokksins verða boðnir fram í kjördæminu. Kosningabaráttan síðastliðið haust bar auðvitað á góma og lýsir Hannes henni sem þeirri allra skemmtilegustu sem hann hefur tekið þátt í. Mikið af jákvæðu og dugmiklu fólki hafi verið tilbúið til að vinna með nýstofnuðum Miðflokknum og veita honum brautargengi á Alþingi Íslendinga. Fólk hafi einfaldlega stokkið af stað, „lokað augunum og látið vaða í draslið“, eins og ónefndur fyrrum landsliðsþjálfari sem nú þjálfar íslandsmeistarlið í dag var vanur að nota sem hvatningarorð til leikmanna síns liðs áður en þeir skokkuðu inn á völlinn fyrir stóra kappleiki. Er við erum í þann mund að slíta símtalinu vildi Hannes láta það koma fram að hann sé mjög þakklátur fyrir það að vera treyst fyrir því að vera formaður Miðflokksfélagsins í Norðausturkjördæmi, að hann hlakkaði til starfsins framundan og að endingu:

Miðflokkurinn rokkar og rólar!

Auglýsingar

3 replies »