Forsíðufréttir

Þorrablót Miðflokksins: Þakið rifnaði af Fjörukránni – Söngur og gleði ómuðu um sali og loft – Norðurljósin dönsuðu með

Fyrsta þorrablót Miðflokksins fór fram á Fjörukránni í gærkvöldi. Lang-borð og -skip voru svo vel hlaðin af veigum að svignunin var mæld í föðmum.

hlaðborð
Vigdís Hauksdóttir sá um veislustjórnina af sinni alkunnu snilld, enda landsfræg ef ekki heimsfræg fyrir hnyttin tilsvör og almenn skemmtilegheit. Með slíka manneskju í veislustjórahlutverki var upptakturinn gefinn. Það er skemmst frá því að segja að þakið rifnaði af húsinu er söngurinn og gleðin tóku völdin.

vigga

Sigmundur Davíð formaður og stofnandi Miðflokksins var gerður að Heiðursvíkingi ásamt Önnu Kolbrúnu þingmanni NorðAustursins. Miðflokkurinn á sitt upphaf í því kjördæmi og því vel við hæfi að þau tvö hamhleypurnar hafi fengið nafnbótina Heiðursvíkingar.

sigmundur slegin

„Ég er kominn heim” var tívolíbomba kvöldsins og hljómaði svo sterkt að Norðurljósin tóku við sér og dönsuðu af miklum móð undir morgunn.

guidinglight

Þorrablótið í gærkvöldi var svo sannarlega kröftug byrjun á komandi sveitarstjórnakosningum í maí. Miðflokkurinn mun bjóða fram lista af dugmiklu og skemmtilegu fólki sem á eftir að láta til sín taka í sínum sveitarfélögum, svo mikið er víst!

Ég er kominn heim

Er völlur grær og vetur flýr
og vermir sólin grund
kem ég heim og hitti þig.
Verð hjá þér alla stund.

Við byggjum saman bæ í sveit
sem brosir móti sól
Þar ungu lífi landið mitt
mun ljá og veita skjól

Sól slær sifri á voga
sjáðu jökulinn loga
Allt er bjart fyrir okkur tveim
Því ég er kominn heim.

Að ferðalokum finn ég þig
sem mér fagnar höndum tveim
Ég er kominn heim
já ég er kominn heim.

Auglýsingar