alþingi

Alþingi: Vogunarsjóðirnir eru að hrifsa til sín Arion banka fyrir slikk. Af svörum forsætisráðherra má álykta að ríkisstjórnin ætli að afsala sér forkaupsréttinum að Arion banka!

Sigmundur-áramótaávarp-2

Sigmundur Davíð benti landsmönnum og forsætisráðherra á það í gær á alþingi að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar komi fram að hún hafi enga stefnu um þróun fjármálakerfisins, hún hafi hins vegar hug á að móta sér stefnu einhvern tíma síðar en ætli að byrja á að láta skrifa hvítbók sem þingmenn eiga síðan að ræða í þinginu einhvern tíma seinna. Ennfremur benti Sigmundur á að vogunarsjóðirnir væru hungraðir í að eignast meira í Arion banka:

Vogunarsjóðirnir færa sig nú upp á skaftið og vilja virkja ákvæði frá samningum frá árinu 2009, frá hinni svokölluðu seinni einkavæðingu bankanna þegar bankakerfið var afhent vogunarsjóðunum, og ætlast til þess að ríkið selji sér þau 13% í bankanum sem ríkið á þó beint.

Sigmundar beindi svo nokkrum spurningum til Katrínar:

Er það stefna ríkisstjórnarinnar að afsala sér forkaupsrétti að hlutabréfum í bankanum.? Er það jafnframt stefna hennar að selja 13% hlut ríkisins til vogunarsjóðanna líkt og þeir gera kröfu um?

Sigmundur fékk engin svör þrátt fyrir að ítrekað hafi hann spurt forsætisráðherra sömu spurninganna aftur og aftur. Katrín gaf engin svör nema um einhver almenn atriði um að ríkisstjórnin ætlaði sér að masa um eitthvað og það einhvern tímann. Það má því álykta sem svo af svörum forsætisráðherra sem fór undan í flæmingi að ríkisstjórnin ætli sér að afsala sér forkaupsréttinum að Arion banka og gefa vogunarsjóðunum hann fyrir slikk!
Í ljósi þessa vakna upp spurningar um það hvort Katrín Jakobsdóttir sé yfirhöfuð hæf til að gegna starfi forsætisráðherra, þar sem hún virðist ætla að taka hagsmuni vogunarsjóða framyfir hagsmuni þjóðarinnar í þessu máli.

Skopmyndateiknari Mogga sér málið svipuðum augum í morgunn.

Arionbanki-mbl

Umræðan á Alþingi

Auglýsingar