alþingi

Annar stofnandi Handarinnar heimsótti þingmenn Miðflokksins á alþingi í gær

Eyjólfur Magnússon Scheving kennari, atferlisfræðingur og annar stofnandi mannúðar- og mannræktarsamtakanna Handarinnar, heimsótti þingmenn Miðflokksins Birgi Þórarinsson og Sigurð Pál Jónsson á alþingi í gær.
Eyjólfur sem er fyrrum grunnskólakennari, kenndi bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Hann var auk þess  skólastjóri  um sex ára skeið. Eyjólfur hefur alla tíð verið virkur í félagsstarfi barna og unglinga, þjálfun og héraðsstarfi, svo fátt eitt sé nefnt.

eyjólfur

Birgir, Eyjólfur og Sigurður Páll sem er fyrrum nemandi Eyjólfs í Borgarnesi

Höndin hefur starfað í Reykjavík um árabil og bjóða upp á stuðningshópa og margskonar aðstoð við þá sem eiga um sárt að binda, hvort sem er andlega eða líkamlega.
Kjörorð Handarinnar er: Hver og einn skiptir máli – allir með.

Auglýsingar