Forsíðufréttir

Forsíðufréttir.net eru mættar í netheima – „Lesendafjöldinn á við stærstu héraðsmiðla” – Stjörnublaðamenn fylgjast vel með!

Lesendahópur Forsíðufrétta sem fór í loftið 17. desember s.l. fer sístækkandi og nú er svo komið að gesta- og flettingafjöldi síðunnar er nálægt því sem gerist hjá stærstu héraðsfréttamiðlum landsins ef borin saman við vefmælingar modernus vikuna 29. janúar til 4. febrúar 2018 og upplýsingum frá öðrum ritstjórum.

Fjöldi lesenda forsidufrettir.net nálgast nú óðfluga lesendafjölda Sunnlenska.is, Austurfrétta, Skessuhorns og Vikudags. Víkurfréttir gnæfa þó yfir aðra héraðsmiðla og þyrfti lesendahópur Forsíðufrétta að þrefaldast til að vera á pari við vf.is sem gæti gerst fljótlega ef vöxturinn heldur fram sem horfir.

Forsíðufréttir vekja eftirtekt

Vefurinn hefur vakið eftirtekt annarra fréttamiðla og þjóðkunnra persóna, og hefur gert frá fyrsta degi eins og sést á meðfylgjandi myndum og fréttum sem hafa birst á undanförnum dögum og vikum. Jakob Bjarnar stjörnublaðamaður á visir.is, samskiptamiðlasérfæðingur og FH-ingur er dæmi um blaðamann sem fylgist augljóslega vel með Forsíðufréttum og er einn fjölmargra lesenda fréttavefmiðilisins.

Að lokum má nefna, þar sem að ritstjóri og ábyrgðarmaður Forsíðufrétta er selfyssingur, að þá er Dagskráin á Selfossi, stærsti og mest lesni prentaði fjölmiðill suðurlandsundirlendisins hálfdrættingur á við Forsíðufréttir í lesendafjölda í netheimum.

Ritstjórn Forsíðufrétta þakkar undirtektirnar.
Fylgstu með! 

jakob

Jakob Bjarnar stjörnublaðamaður fylgist með öllu því helsta sem er að frétta í Netheimum

rúv fréttirkristinn hrafnssonkarl garðarsson

 

 

 

 

Auglýsingar