Birgir Þórarinsson

Flokksráðsfundur: „Almenningur vill ekki svona vinnubrögð” – Birgir Þórarinsson um traust til Alþingis og vinnubrögðin á þingi

Birgir Þórarinsson þingmaður Suðurkjördæmis, hóf mál sitt á flokksráðsfundi Miðflokksins í dag á því að benda á að lykillinn að áframhaldandi velgengni Miðflokksins væri sá að fá áfram frábært fólk til starfa eins og Vigdísi Hauksdóttur borgarstjóraefni Miðflokksins, sem kynnt var til leiks í gærkvöldi.

Birgir ræddi síðan um traust til Alþingis. Það er svo að þegar þingmaður tekur til starfa þá skrifar hann undir drengskaparheit og heitir því að starfa eftir sinni sannfæringu. Birgir lýsir því síðan hvernig flokkslínan hefur ráðið för hjá stjórnarþingmönnum en ekki eigin sannfæring þingmanna. Hann nefnir þar máli sínu til stuðnings tvö nýleg og skýr dæmi um þesskonar vinnubrögð. Hið fyrra þegar VG og aðrir stjórnarliðar felldu breytingatillögu minnihlutans er varðaði hækkun barnabóta til þeirra er lægstar hefðu tekjurnar. Hið síðara er stjórnarþingmenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks felldu breytingatillögu Miðflokksins um lúkningu á tvöföldun Reykjanesbrautar án þess að til kæmi útgjaldaauki fyrir ríkissjóð. Sjón er sögu ríkari.

Auglýsingar

2 replies »