Forsíðufréttir

Flokksráðsfundur Miðflokksins er í dag: „Stór helgi” – Borgarstjóraefni Miðflokksins var kynnt í gærkvöldi, hvað gerist í dag?

Flokksráðsfundur Miðflokksins verður haldinn að Suðurlandsbraut 18 (jarðhæð) í dag og stendur frá kl. 11:00 til 17:00.

Miðflokkurinn

Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins og þingmaður NorðAusturkjördæmis

Á dagskrá fundarins er m.a.:

  • Ræða formanns Miðflokksins og almennar umræður.
  • Kynning á starfi þingflokks Miðflokksins.
  • Framlagning draga að skipulagi Miðflokksins og skipun laganefndar.
  • Samstarf kjördæmafélaga.
  • Formleg boðun fyrsta landsþings Miðflokksins.
  • Málefnastarf og skipun aðila í málefnanefnd til undirbúnings landsþings.
  • Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga 2018.

Helgin byrjaði með látum í gærkvöldi er Sigmundur Davíð kynnti Vigdísi Hauksdóttur borgarstjóraefni flokksins til leiks. Það gæti allt eins einnig dregið til tíðinda í dag. Það er nefnilega allt á fullu í starfi Miðflokksins þessa daganna á þingi og í undirbúningi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Auglýsingar