Forsíðufréttir

Birgir Þórarinsson þingmaður Suðurkjördæmis og Reynir Þór sérfræðingur í flugmálum verða á Höfn í kvöld. Kirkjubæjarklaustur og Vík á morgunn þriðjudag

Birgir Þórarinsson þingmaður Suðurkjördæmis og Reynir Þór Guðmundsson sérfræðingur í flugmálum bjóða öllum sem áhuga að hafa til opins fundar á Höfn í kvöld. Flugsamgöngur á Höfn verður aðaldagskrárliður fundarins og málefni Suðurkjördæmis. Fundurinn verður haldinn á Hafinu CAFE & BAR kl. 20:00.

hornafjarðarfluggvöllur

Hornafjörður

Stefnir í lokun á flugvöllum – Innanlandsflugið á þolmörkum

Þriðjudagur á Kirkjubæjarklaustri og Vík

Á morgunn þriðjudag verða þeir félagar á Kirkjubæjarklaustri og í Vík. Fundurinn á Klaustri verður haldinn í hádeginu kl. 12, á Icelandair Hótel Klaustri þar sem einnig verður boðið upp á súpu og kaffi. Í Vík verður fundurinn haldinn á Hótel Kötlu kl.20. Á öllum þessum fundum verður m.a. farið yfir framtíðarsýn og ný tækifæri í flugsamgöngum í Skaftafellssýslu, almennar stjórnmálaumræður og málefni Suðurkjördæmis til umræðu.

Allir eru velkomnir á þessa þrjá opnu fundi.

Mótum framtíðina saman

Miðflokkurinn er nú að undirbúa framboð til sveitarstjórna víðsvegar um landið. Ef þú lesandi góður hefur áhuga á að vinna með Miðflokknum að góðum málum þá hefurðu bara samband. Það er hægt að hafa samband við meðlimi í stjórnum kjördæmafélaga Miðflokksins sem búið er að stofna um allt land. Uppýsingar um stjórnarmeðlimi viðkomandi kjördæmafélaga eru á forsíðu Forsíðufrétta.net. Einnig getur þú haft samband í gegnum netfang Miðflokksins – midflokkurinn@midflokkurinn.is.

 Vertu Memm 🙂

Auglýsingar