Forsíðufréttir

Miðflokkurinn býður fram í Garðabæ: María Grét­ars­dótt­ir bæjarfulltrúi mun leiða list­ann

Miðflokk­ur­inn hefur tekið ákvörðun um að bjóða fram lista í Garðabæ í sveit­ar­stjórnar­kosn­ing­unum þann 26. maí nk..

María Grét­ars­dótt­ir mun leiða framboðslist­ann

María-Garðabæ

María Grétarsdóttir

María er fædd 1964 og er viðskipta­fræðing­ur að mennt með meist­ara­próf í stjórn­un og stefnu­mót­un. Miðflokkn­um er mik­ill styrk­ur af því að fá Maríu til liðs við sig en hún er gjörkunn­ug bæj­ar­stjórn­ar­mál­um og hef­ur starfað sem bæj­ar­full­trúi í Garðabæ á kjör­tíma­bil­inu sem er að líða og sem vara­bæj­ar­full­trúi árin 1998-2006. Á starfs­tíma sín­um hef­ur María meðal ann­ars verið formaður fjöl­skylduráðs og barna­vernd­ar­nefnd­ar Garðabæj­ar og formaður leik­skóla­nefnd­ar bæj­ar­ins auk þess að eiga sæti í íþrótta- og tóm­stundaráði Garðabæj­ar. Listi Miðflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verður kynntur fyrir 15. mars næstkomandi.

Undirbúningur Miðflokksins fyrir kosningarnar í vor er í fullum gangi

Undirbúningur Miðflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 er nú í fullum gangi og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í að móta samfélagið í Garðabæ á næsta kjörtímabili er bent á að senda má framboðstilkynningar eða fyrirspurnir á póstfangið gardabaer@midflokkurinn.is. Tekið er á móti óskum um framboð til miðnættis þann 26. febrúar og í þeim skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: Nafn, heimilisfang, starfsheiti, símanúmer, netfang og það sæti sem óskað er eftir.

Nánari upplýsingar veita:
María Grétarsdóttir maria.gretarsdottir@gmail.com gsm: 862-5610
Una María Óskarsdóttir Formaður Miðflokksfèlags Suðvestur kjördæmis kraginn@midflokkurinn.is gsm: 894-4189

 

Auglýsingar