Formaður Miðflokksins

Sigmundur Davíð:„Í ljósi reynslunnar gætu vogunarsjóðirnir látið til skarar skríða Í DAG og ríkisstjórnin gugnað og selt þeim hlut ríkisins”

Sigmundur (1)

Sigmundur Davíð formaður Miðflokksins

Ég óttast að í dag gæti nýja vinstristjórnin lokað hringnum með því að afhenda vogunarsjóðum aftur stærsta banka landsins rétt eins og gamla vinstristjórnin gerði árið 2009.

Stjórn áranna 2013-‘16 endurheimti bankana fyrir hönd almennings og hugðist endurskipuleggja fjármálakerfið en strax og hún fór frá völdum var byrjað að snúa dæminu við.

Svör ráðherra um málið gefa til kynna að þeir séu ekki með á nótunum og hafa jafnvel verið skaðleg (eins og þegar því er haldið fram að ríkið eigi ekki forkaupsrétt á sama tíma og verið er að fara fram á að ríkið afsali sér forkaupsrétti sínum).

Í ljósi reynslunnar gætu vogunarsjóðirnir látið til skarar skríða Í DAG og ríkisstjórnin gugnað og selt þeim hlut ríkisins (þann hluta sem ríkið á beint).
Ástæðan er sú að ársreikningur liggur væntanlega fyrir þótt það sé ekki búið að birta hann. Ætli menn muni ekki vilja leika sama leikinn og áður og láta ríkið samþykkja sölu á lágmarksverði áður en reikningurinn birtist. Að þessu sinni á hlutnum sem ríkið á með beinum hætti.

Nú þarf ríkisstjórnin að taka sér tak, segja nei við kröfum vogunarsjóðanna og sýna þeim að þeir stjórni ekki landinu.

Auglýsingar