Formaður Miðflokksins

Sigmundur Davíð: „…það er meira áhyggjuefni [hjá forsætis] að ríkið eigi í fjármálafyrirtækjum en að ríkissjóður kunni að verða snuðaður um tugi milljarða og vogunarsjóðir taki stjórn á þróun íslensks fjármálamarkaðar!”

Sigmundur (1)

Sigmundur Davíð

Gríðarlegir beinir hagsmunir ríkisins eru í hættu sem og möguleikar stjórnvalda á að nýta sögulegt tækifæri til að laga fjármálakerfið á Íslandi. Ítrekaðar athugasemdir hafa verið gerðar við undanlátssemi stjórnvalda við vogunarsjóðina sem hafa beitt sér af mikilli hörku á Íslandi í nærri áratug.

Það er með ólíkindum að heyra ráðherra, nú síðast forsætisráðherra, og formann VG, svara þessum athugasemdum með því að efast um getu stjórnvalda til að grípa inn í og benda stöðugt á að ríkið eigi of mikið í fjármálafyrirtækjum. Sem sagt, það er meira áhyggjuefni að ríkið eigi í fjármálafyrirtækjum en að ríkissjóður kunni að verða snuðaður um tugi milljarða og vogunarsjóðir taki stjórn á þróun íslensks fjármálamarkaðar!

Það er enginn að tala um að ríkið ætti að eiga alla bankana til framtíðar en það er hlutverk stjórnvalda að halda þannig á málum að hagsmunir almennings séu varðir. Það er best gert með því að fylgja eftir þeim aðgerðum sem skiluðu Íslandi hraðasta og mesta fjárhagslega bata sem nokkurt ríki hefur náð í seinni tíð.
Ekki með því að taka U-beygju og eftirláta mis varasömum vogunarsjóðum stjórnina með þeim „rökum” að ríkið eigi of mikið í fjármálafyrirtækjum.

Ég hef nú ítrekað beiðni um að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundi um málið og að öll gögn verði lögð fram.

kata kaka

Forsætisráðherra er mikil áhugamanneskja um kökur. Katrín Jakobsdóttir virðist hafa minni áhuga á hagsmunum íslenskrar þjóðar.

Auglýsingar