alþingi

Birgir Þórarinsson: „Ekki annað Borgunarmál. Það ríkir leyndarhyggja yfir þessu máli eins og í Icesave, allt í boði ríkisstjórnarinnar. Miðflokkurinn mun berjast til síðasta manns í þessu máli. Það eru milljarðar í húfi fyrir íslenskan almenning.”

Arion banki - Icesave

28001301_10215181717678994_634615840_n

Birgir Þórarinsson á flokksráðsfundi

Herra forseti. Það er mikilvægt að varpa ljósi á hluthafafund Arion banka sem samþykkti að kaupa eigin bréf á dögunum, því að það er upphafið að fléttu vogunarsjóða um hlut ríkisins. Ekki liggur fyrir hver lagði tillöguna fram en það er mikilvægt að fá að vita það vegna þess að hugsanlega er hún ólögmæt. Í 55. gr. laga um fjármálafyrirtæki segir að stjórnarmenn í fjármálafyrirtæki megi ekki hafa afskipti af ákvörðunum um einstök viðskipti og skulu ekki taka þátt í meðferð máls ef málið varðar viðskipti fyrirtækja sem þeir eru í forsvari fyrir eða hafa verulegra hagsmuna að gæta.

Við þurfum að fá að vita hver var aðkoma vogunarsjóða að ákvörðun á hluthafafundi Arion banka. Stenst sú aðkoma skilyrði FME? Hver var aðkoma stjórnarmanns vogunarsjóða í að leggja þessa tillögu fyrir hluthafafund? Hvað sagði fulltrúi ríkisins? Hver er afstaða FME, Seðlabanka og fjármálastöðugleikaráðs til þess að eigið fé viðskiptabanka sé notað til að kaupa svona stóran eignarhlut af einum hluthafa, ríkinu, til hagsbóta fyrir hina hluthafana? Hvers vegna er ekki keypt jafnt af öllum hluthöfum eða hærri arður greiddur til hluthafa? Hér er verið að nota Arion banka til að nýta hagnað af viðskiptum bankans við almenning til þess að kaupa hlut ríkisins á undirverði til þess eins að eignarhlutur vogunarsjóða verði verðmætari.

Ég vil skora á þingmenn að standa saman við að verja hagsmuni almennings. Við eigum að taka þennan slag og neita að efna þennan kaupréttarsamning. Fara með málið fyrir dómstóla. Vogunarsjóðirnir eiga ekkert inni hjá okkur. Látum ekki hlunnfara okkur.

Herra forseti. Ekki annað Borgunarmál. Það ríkir leyndarhyggja yfir þessu máli eins og í Icesave, allt í boði ríkisstjórnarinnar. Miðflokkurinn mun berjast til síðasta manns í þessu máli. Það eru milljarðar í húfi fyrir íslenskan almenning.

Auglýsingar