alþingi

Birgir Þórarinsson: „Kaup vogunarsjóða á hlut ríkisins í Arion banka eru flétta sem er úthugsuð af færustu sérfræðingum [hrægammanna]” – Fjármálaráðherra rökþrota í pontu Alþingis

28001301_10215181717678994_634615840_n

Birgir Þórarinsson á flokksráðsfundi

Herra forseti. Kaup vogunarsjóða á hlut ríkisins í Arion banka eru flétta sem er úthugsuð af færustu sérfræðingum. Upphafið er samþykkt hluthafafundar Arion banka um kaup á eigin bréfum. Síðan tilkynna hluthafar ríkinu að þeir vilji virkja hluthafasamkomulagið frá 2009 og kaupa hlut ríkisins á gjafverði. Samþykkt hluthafafundar um kaup á eigin bréfum gaf vogunarsjóðunum heimild til að nota peninga bankans til að kaupa bréfin. Þeir þurfa því ekki að leggja út fyrir kaupunum. Þetta er snilld númer eitt.

Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari. Þetta er snilld númer tvö.

Síðan hefjast þeir handa við að búta bankann niður, selja verðmæt dótturfélög út úr bankanum, eins og Valitor og Stefni – sjóðstýringu. Stefnir er verðmætasta dótturfélag bankans. Viðskiptablaðið sagði í dag að eignir bankans væru afar verðmætar. Þegar þetta er í höfn stendur eftir beinagrindin sem lífeyrissjóðirnir kaupa síðan. Þetta er snilld númer þrjú.

Allt er þegar þrennt er. Hæstv. fjármálaráðherra er gæslumaður ríkissjóðs í umboði Alþingis. Sérðu ekki veisluna? Nú skal ég segja hæstv. ráðherra hvað hann á að gera. Hann lætur ríkið í stjórn bankans boða til hluthafafundar strax þar sem eitt mál verður á dagskrá, þ.e. að afturkalla heimild bankans til að kaupa eigin bréf í því augnamiði að rannsaka hvort þetta standist lög, rannsaka hæfi stjórnenda og rannsaka hvaða áhrif það hefur á fjármálakerfið að taka svona mikið eigið fé út úr bankanum.

Ég er þess fullviss að vogunarsjóðirnir munu afturkalla kauprétt á hlut ríkisins þegar þeir sjá að þeir þurfa að borga fyrir hann úr eigin vasa en ekki með fé bankans. Ég vil því spyrja hæstv. fjármálaráðherra: Munt þú beita þér fyrir því strax að kalla saman hluthafafund, láta afturkalla heimild bankans til að kaupa eigin bréf og rannsaka málið í kjölinn?


Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra rökþrota og svarar með þjósti:
Er ekki staðan sem er að renna upp fyrir hv. þingmanni og samflokksmönnum hans þessi? Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar.

bjarniben.jpg

Skopmynd Gunnar – feb. 2016


Birgir heldur áfram að spyrja á þingi:

Herra forseti. Komið hefur komið fram, það kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag, að verðmæti dótturfélags bankans séu gríðarleg. Vogunarsjóðirnir nýta þennan kauprétt vegna þess að þeir sjá tækifæri til þess að koma ríkinu út úr bankanum og geta þar með vélað um eignir bankans og stórgrætt á þeim. Nú liggur þessi flétta fyrir, eins og ég rakti. Þá birtist okkur sú staðreynd að það er markmið erlendra hluthafa bankans að nota eigið fé bankans til þess að kaupa hlut ríkisins á undirverði til þess eins að eignarhlutur annarra hluthafa, sem eru erlendir vogunarsjóðir, aukist að verðmæti. Með öðrum orðum, þeir kaupa hlutinn án þess að þurfa að taka upp veskin, eins og ég sagði áðan, og græða á honum vegna þess að hann er svo ódýr. Það sjá það allir að hann er ódýr vegna þess að dótturfélögin eru svo verðmæt. Það er ósköp einfalt.

Getur ráðherra upplýst, eins og hann upplýsti kannski, að við höfum beitt neitunarvaldi? Neitunarvaldið er í hluthafasamkomulaginu og það er gott ef því var beitt.

En hefur ráðherra óskað eftir upplýsingum um afstöðu Fjármálaeftirlitsins til (Forseti hringir.) þessarar háttsemi annarra eigenda Arion banka? Geta þetta talist góðir (Forseti hringir.) stjórnarhættir hjá fjármálafyrirtæki?

Auglýsingar