Forsíðufréttir

Landsþing Miðflokksins í Hörpu 21-22. apríl 2018

harpa-norðurljós

Norðurljósasalur Hörpu

Fyrsta landsþing Miðflokksins verður haldið í Hörpu í Reykjavík helgina 21.-22. apríl næstkomandi, í sölunum Kaldalóni og Norðurljósum. Landsþing hefur æðsta vald í málefnum Miðflokksins, mótar m.a. stefnu flokksins, kýs formann, varaformann og gjaldkera, setur lög flokksins og ákvarðar fastanefndir.

Drög að dagskrá Landsþingsins verða kynnt þegar nær dregur.

Landsþingið er opið öllum skráðum félagsmönnum Miðflokksins. Óskað er eftir því að félagsmenn sem hyggjast sækja þingið sendi skráningu á skraning@midflokkurinn.is fyrir 14. apríl nk. til að gera megi ráð fyrir réttum fjölda.

Harpa-Kaldalon

Kaldalón

Eftirfarandi landsþingsfulltrúar hafa atkvæðisrétt á fyrsta landsþingi flokksins:

  • Stjórn Miðflokksins.
  • Flokksráðsfulltrúar sem seturétt áttu á fundi flokksráðs Miðflokksins 10. febrúar s.l.
  • Stjórnir kjördæmafélaga og deilda Miðflokksins.
  • Formenn og fulltrúar í málefnanefnd og laganefnd, kjörnir af flokksráði 10. febrúar s.l.
  • Fulltrúar kjördæmafélaga sem tilnefndir eru skv. eftirfarandi reglu: Þrisvar sinnum fjöldi kjördæmakjörinna alþingismanna í viðkomandi kjördæmi.

Stjórnir kjördæmafélaga tilnefna fulltrúa á 1. landsþing og skulu gæta þess að val fulltrúa endurspegli búsetu í kjördæminu. Hvert kjördæmafélag ákveður aðferð við tilnefningu fulltrúa á 1. landsþing og skal þess gætt við þá ákvörðun að félagsmenn í viðkomandi kjördæmi hafi jöfn tækifæri til að óska setu á landsþinginu.

Samþykktir fulltrúalistar kjördæmafélaga skulu berast skrifstofu Miðflokksins (á midflokkkurinn@midflokkurinn.is) fyrir 14. apríl nk.

Auglýsingar