Formaður Miðflokksins

Sigmundur Davíð:„Við erum komin aftur til 2009. Ekki aðeins eru sjóðirnir búnir að ná til sín stærsta banka landsins, með alls konar æfingum í skjóli stjórnvalda, heldur sjá ráðherrar ástæðu til að fagna því sem glæsilegri niðurstöðu.” – Viðbót ritstjórnar: Fjármálaráðherra er búinn að afhenda Arion banka til vogunarsjóðanna. Gjörningurinn átti sér stað nú síðdegis föstudaginn 23. febrúar 2018

Sigmundur (1)

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins

Ég skil ekkert í nýjasta „ískalda hagsmunamati” fjármálaráðherra. Hann bendir réttilega á að haftalosunarplanið hafi heppnast frábærlega og skilað gríðarlegum upphæðum í ríkissjóð en á sama tíma vill hann hverfa frá grunnforsendum þess plans og taka upp stefnu vinstristjórnarinnar frá 2009.

bjarniben

Munurinn á þessu tvennu birtist ekki hvað síst í því að vinstristjórnin afhenti vogunarsjóðum bankana (og hljóp meira að segja undir bagga með þeim) en við endurheimtum bankana fyrir hönd almennings og gífurleg önnur verðmæti að auki.

Nú dúkka upp gömlu frasarnir úr Icesavestríðunum um að við megum ekki styggja fjárfesta. Árangurinn 2013-16 náðist hins vegar með því að nýta fullveldisrétt ríkisins og gera það sem þurfti til að verja hagsmuni almennings.

Kosningastefna Miðflokksins snerist einfaldlega um að klára planið frá 2013-16 og nýta einstakt tækifæri til að koma á heilbrigðu bankakerfi á Íslandi.

Það er undarlegt að sjá að fjármálaráðherra telji að ríkið hefði þurft að greiða allt of mikið fyrir Arion banka. Undarlegt í ljósi þess að niðurstaðan með Arion átti að verða sambærileg við Íslandsbanka sem var afhentur ríkinu í heilu lagi.

Bjarni og kata koss

Bjarni með varalit á kinn – mynd af mbl.is

Ráðherrann telur of dýrt að færa almenningi hlut i Arion banka en á sama tíma skelfist hann svo þá tilhugsun að ríkið eigi i bankanum að hann fagnar þvi þegar vogunarsjoðir leysa hann til sín. Planið sem nú er að ganga upp er plan vogunarsjóðanna. Allt gerist nú á þeirra forsendum.

Við erum komin aftur til 2009. Ekki aðeins eru sjóðirnir búnir að ná til sín stærsta banka landsins, með alls konar æfingum í skjóli stjórnvalda, heldur sjá ráðherrar ástæðu til að fagna því sem glæsilegri niðurstöðu.

jóhannaogsteingrimi

Viðbót ritstjórnar: Fjármálaráðherra er búinn að afhenda Arion banka til vogunarsjóðanna. Gjörningurinn átti sér stað nú síðdegis föstudaginn 23. febrúar 2018

Auglýsingar