Fólkið í landinu

Ritstjóri Morgunblaðsins sendi formanni Sjálfstæðisflokksins tóninn í beinni útsendingu í gær.

Ritstjórnargrein Mogga í gær „Forgangsröðin söm við sig” hófst á því að fara yfir mál málanna í síðustu viku að mati margra þingmanna og fréttamiðla þ.e. akstur þingmanna um héruð sín, greinin endar svo á því sem mætti kallast flengingu.

davíð oddsson

Davíð Oddsson annar ritstjóra Morgunblaðsins

Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins, sem að öllum líkindum er höfundur ritstjórnargreinarinnar, er ekki par sáttur með framgöngu Bjarna Benedikstssonar fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins hvað varðar þá ráðstöfun að færa Arion banka í hendur vogunarsjóða á hrakviðri á dögunum og einnig hve illa áttaðir aðrir stjórnarliðar eru í því máli. Gefum Davíð orðið:

En á meðan þetta fór fram í þinginu [stóra akstursmálið] var settur punktur aftan við lokakaflann við að gefa vogunarmönnum og kröfuhöfum Arionbanka. Um það urðu litlar umræður á þingi enda var sáralítill akstur í kringum það mál, því íslensk yfirvöld fóru, því miður, út af strax í upphafi þess.

 

Með öðrum orðum, íslensk yfirvöld óku útí skurð 2009 og árið 2018 voru alþingismenn inni á alþingi að reyna sitt ítrasta til að baka sér og samþingmönnum sínum vandræði með aðstoð fjölmiðla á meðan fjármálaráðherra var úti í skurði að moka verðmætum í fang hrægamma og afhenda þeim Arion banka á hrakvirði.

Líkt og flestir vita sem fylgjast með fjármálaheiminum þá hafa vog­un­ar­sjóðir þá sögu að hafa eyðilagt venju­lega bankastarfsemi hvar sem þeim dettur í hug að hola sér niður. Í dag er staðan sú að það er raunveruleg hætta á því að allt það sem þjóðin vann í Icea­ve barátt-unni glat­ist og að hrægamm­ar drottni yfir íslensku fjármálakerfi. Hver skyldi skála í kampavíni yfir því?

Auglýsingar