alþingi

Þorsteinn Sæm.: Klukkurnar í Kósóvó – „Stjórnmálamönnum hlýtur hins vegar að vera leyfilegt að hafa skoðun á áhugaleysi fjölmiðla um kjör hundrað þúsund heimila í landinu” -[um áhugaleysi fjölmiðla á frumvarpi Miðflokksins um að verðtrygging lána taki framvegis mið af neysluvísitölu án húsnæðisliðar.]

28378757_10212365456627817_3350906463624043297_n

Þorsteinn Sæmundsson

Í síðustu viku lagði Miðflokkurinn fram tímamótamál á Alþingi sem litla athygli hefur fengið nefnilega frumvarp um að verðtrygging lána taki framvegis mið af neysluvísitölu án húsnæðisliðar.

Þessi tilhögun hefði sparað íslenskum heimilum u.þ.b. 50 milljarða króna einungis síðustu 12 mánuði hefði hún gilt þann tíma.  Ætla má að frumvarpið snerti um hundrað þúsund heimili og hefði því getað sparað hverju íslensku heimili sem ber verðtryggt lán um 500 þúsund krónur á tímabilinu sem um ræðir með sömu forsendum.  Frumvarpið er einnig gott fyrsta skref í því að afnema vísitölubindingu neytendalána.

ÞROUNVISITÖLU

Undanfarna áratugi hefur áhættan af lántökum alfarið verið lántakandans.  Það er langt frá því að vera sanngjarnt eins öllum má ljóst vera.  Umræðan um málið á þingi í síðustu viku var vönduð og málefnaleg.  Athygli vakti að þátttaka tveggja ríkisstjórnarflokka, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks takmarkaðist við örfá andsvör.  Sá þriðji, VG sem kallar sig á tyllidögum málsvara verkalýðs tók ekki þátt í umræðunni.  Tveir stjórnarandstöðuflokkar tóku heldur ekki þátt í umræðunni.  Ekki Píratar og ekki heldur Samfylkingin sem einu sinni kallaði sig Jafnaðarmannaflokk Íslands.

Áhugaleysið um bætt kjör hundrað þúsund heimila í landinu nær einnig til fjölmiðla. Aðeins einn þeirra útvarpsstöðin Bylgjan hefur fjallað um frumvarpið og áhrif þess.  Nú er það ekki hlutverk stjórnmálamanna að hafa áhrif á umfjöllun fjölmiðla um einstök mál.  Ýmsir fjölmiðlar búa einnig við það að þjóna lund eigenda sinna í ýmsum málum og svosem lítið um það að segja.

fjolmidlar2_0

Stjórnmálamönnum hlýtur hins vegar að vera leyfilegt að hafa skoðun á áhugaleysi fjölmiðla um kjör hundrað þúsund heimila í landinu. 

Í því  ljósi er athyglisvert að gaumgæfa áhugaleysi eins ákveðins fjölmiðils á fyrrnefndu máli.  Einn fjölmiðill á Íslandi hefur nokkra sérstöðu.  Sá fjölmiðill nýtur fjögurþúsundmilljóna framlags úr ríkissjóði ár hvert auk þess að hafa óheftan aðgang að auglýsingamarkaði og hefur þess utan lögbundið hlutverk sem birtist í að fjölmiðillinn skal m.a. hafa eftirfarandi í hávegum sbr. lög um fyrirtækið:

,,Veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga frétta- og fréttaskýringarþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar.“ 

Umræddur fjölmiðill er semsagt RUV ohf. sem kallar sig ,,okkar allra“ og ,,úvarp allra landsmanna“ á hátíðlegum stundum og jafnvel dagsdaglega. Gæti eins heitið RUV á kostnað okkar allra.   RUV ohf. hefur einnig í þjónustu sinni sérstakan þingfréttaritara sem tryggir að ávallt sé getið helstu mála sem fram koma á þingi í fréttum fyrirtækisins.  Þegar margumrætt þingmál sem snertir hundrað þúsund heimili í landinu kom fram í síðustu viku var RUV ohf. hins vegar nokkur vandi á höndum og verður að virða fyrirtækinu til vorkunnar að gleyma umfjöllun um málið.

Frá Kósóvó bárust nefnilega þau válegu tíðindi þennan dag að allmargar klukkur í landinu höfðu seinkað sér vegna ótryggs rafmagns.  Um þessi tíðindi var fluttur nokkur langhundur í sexfréttum og til þess að tryggja að þetta ótrygga ástand í Kósóvó færi ekki fram hjá nokkrum manni var ítarefni um þessa skelfingu í Tíu fréttum sjónvarps sama kvöld. 

img-thing

Kirkjubjalla: Ding-Dong – Er einhver heima?

Auglýsingar