Anna Kolbrún Árnadóttir

Anna Kolbrún og Viðar Freyr: Hugsum lengra en Hringbraut – „Það er hag­kvæm­ara að hafa spít­al­ann all­an á ein­um stað, það er þjóðhags­lega hag­kvæmt að byggja nýj­an spít­ala frá grunni.“

MiðflokkurinnFrambjóðendur 2017-Photo/Geirix

Anna Kolbrún

Grein birt í Morgunblaðinu 24. mars  2018.

Í Frétta­blaðinu birt­ist ný­verið frétt sem rakti sögu upp­bygg­ing­ar Land­spít­al­ans við Hring­braut. Í frétt­inni birt­ist full­yrðing og tíma­lína sem stand­ast enga skoðun.

Hin rétta tíma­lína

2001 Ementor ger­ir út­tekt á Foss­vogi og Hring­braut. Niðurstaða: Best er að byggja nýj­an spít­ala frá grunni, ef það er ekki hægt er best að byggja í Foss­vogi, ekki Hring­braut, þar eru bygg­ing­ar meira og minna ónýt­ar og erfitt verður þar með að byggja spít­al­ann sem heild. Niður­stöðunni var stungið und­ir stól og ekki var talað um hana.

2001 Sænsk­ir arki­tekt­arn­ir WHITE eru fengn­ir til að bera sam­an sitt eigið skipu­lag við Hring­braut við hugs­an­leg­ar fram­kvæmd­ir við Víf­ilsstaði og Foss­vog. Þeir gefa sjálf­um sér topp ein­kunn, eðli­lega og mæla með að halda áfram við Hring­braut.

2002 Heil­brigðisráðherra set­ur nefnd, skipaða for­ystu­fólki frá LSH, heil­brigðisráðuneyt­inu og HÍ. Niðurstaða: Framtíðar­sjúkra­hús við Hring­braut, ná­lægt HÍ aug­ljós­lega. Helstu rök­in: „Kostnaður við upp­bygg­ingu við Hring­braut er minnst­ur af fyr­ir­liggj­andi kost­um, m.a. þar sem mest er af nýt­an­leg­um bygg­ing­um.“ Bygg­ing nýs spít­ala frá grunni var ekki gef­inn sem kost­ur. Hring­braut var end­an­lega fest í kerf­inu.

2003 Ákveðið var að færa Hring­braut­ina til að koma nýja Land­spít­al­an­um fyr­ir.

2005 Alþjóðleg arki­tekta­sam­keppni hald­in um stækk­un Land­spít­ala við Hring­braut. Hlut­skarp­ast­ir eru dönsku arki­tekt­arn­ir C.F. Möller ásamt sam­starfsatarfsaðilum frá Nor­egi og Íslandi.

2008 Verður efna­hags­hrun og spít­ala­verk­efnið er í upp­námi.

2009 Ríkið virðist vera búið að missa áhuga á verk­efn­inu og LSH fær norska ráðgjafa til að meta áætl­un sína að byggja við Hring­braut. Skoðaðir eru 3 kost­ir: Óbreytt ástand, upp­bygg­ing við Hring­braut og meiri upp­bygg­ing við Hring­braut. Niðurstaða: Að upp­bygg­ing við Hring­braut sé fýsi­leg­ast­ur þess­ara fjöl­breyttu kosta.

2010 Alþjóðleg sam­keppni er hald­in um frum­hönn­un stækk­un­ar Land­spít­ala við Hring­braut. Íslenska teymið Spital er hlut­skarp­ast, í teym­inu eru einnig sjúkra­hús­hönnuðir frá Nor­egi. Stofnað er op­in­bert hluta­fé­lag, NLSH ohf., um bygg­ingu við Hring­braut.

2013 All­ar skipu­lags­áætlan­ir samþykkt­ar að hálfu Reykja­vík­ur­borg­ar, borg­in vill halda í stærsta vinnustað lands­ins.

2015 Hag­fræðistofn­un HÍ gef­ur út skýrslu „Kostnaður og ábati af smíði nýs Land­spít­ala,“ að beiðni HÍ. Í skýrsl­unni eru born­ir sam­an tveir kost­ir: Óbreytt staða og mik­il upp­bygg­ing við Hring­braut. Niðurstaða: Hring­braut. At­hygli vek­ur að í skýrsl­unni seg­ir líka: „Hús­næðis­kostnaður er til­tölu­lega lít­ill hluti af kostnaði við að reka sjúkra­hús. Því get­ur borgað sig að rífa gaml­an húsa­kost, þótt hann sé langt frá því að vera kom­inn að hruni, en ný hönn­un er hag­kvæm­ari.“

2015 NSLH ohf. fá KPMG til að út­búa glæru­sýn­ingu, sem þeir kalla skýrslu, þeir fengu viku til verks­ins. Skýrsl­an myndi vart stand­ast aka­demíska skoðun varðandi heim­ilda­vinnu og end­ur­spegl­ar sögu­skoðun NLSH ohf. á því hvernig verk­efnið um nýja Land­spít­al­ann við Hring­braut kom til. Þar er skautað yfir niður­stöðu Ementors sem seg­ir Land­spít­al­ann við Hring­braut of lít­inn. Í byrj­un skýrsl­unn­ar eru fyr­ir­var­ar um „áreiðan­leika og ná­kvæmni“ sett­ar fram af höf­und­um. Sam­tök um betri spít­ala á betri stað gerðu út­tekt á skýrsl­unni og leiðréttu margt.

2018 Þing­menn Miðflokks­ins leggja fram til­lögu um að gerð verði óháð fag­leg staðar­vals­grein­ing fyr­ir nýtt þjóðar­sjúkra­hús, m.a. með til­liti til fjár­hags-, gæða-, sam­göngu-, um­ferðar- og ör­ygg­is­mála. Þing­menn­irn­ir telja bæði rök­rétt og skyn­sam­legt að taka stöðuna, at­huga hvort for­send­ur séu þær sömu og þær voru fyr­ir 16 árum.

hringbraut-tímaferill

Eng­in staðar­vals­grein­ing

Eng­in staðar­vals­grein­ing hef­ur verið fram­kvæmd sem skoðar alla kosti. Aðeins hafa verið born­ir sam­an kost­irn­ir: Óbreytt ástand, upp­bygg­ing við Hring­braut og upp­bygg­ing í Foss­vogi. Upp­bygg­ing við Víf­ilsstaði hef­ur ekki verið skoðuð með sann­fær­andi hætti né aðrir staðir, sem óháðu ráðgjaf­arn­ir Ementor mæltu með. Skýrsl­ur hafa verið gerðar á for­send­um fárra hags­munaaðila. Það er hag­kvæm­ara að hafa spít­al­ann all­an á ein­um stað, það er þjóðhags­lega hag­kvæmt að byggja nýj­an spít­ala frá grunni.herning spitali

Í Dan­mörku er verið að byggja hátt í 30 spít­ala þegar þetta er ritað, flest­ir eru reist­ir í útjaðri byggðar þar sem aðkoma er góð, og nægt rými. Sum­ir spít­al­arn­ir eru svipaðir að stærð og þjóðar­sjúkra­húsið okk­ar þarf að vera, það er því auðvelt að fá sam­an­b­urð. Það tek­ur eng­in 2 ár að velja stað. Það tek­ur ekki 10-15 ár að byggja ef það er gert á svæði þar sem sam­göng­ur eru góðar.

Það þarf ekki að hætta við allt plottið við Hring­braut. Vissu­lega þarf að gera við húsa­kost­inn sem fyr­ir er, raka­skemmd­ir, myglu o.fl. sem ein­kenn­ir hús­in. Það þarf að klára sjúkra­hót­elið og bygg­ingu sem hýs­ir já­eindaskanna. En það er mik­il­vægt að hefjast handa strax við að byggja nýtt þjóðar­sjúkra­hús sem gagn­ast sjúk­ling­um, aðstand­end­um og starfs­fólki fyrst og fremst. Það er bæði rök­rétt og skyn­sam­legt að reisa þjóðar­sjúkra­húsið á besta stað sem hent­ar um langa framtíð. Við þurf­um að hugsa lengra en Hring­braut.

 

viðar

Viðar Freyr

Anna Kol­brún er þingmaður Miðflokks­ins og Viðar Freyr skip­ar 8. sæti á lista Miðflokks­ins til borg­ar­stjórn­ar. anna­kol­brun@alt­hingi.is; vi­dar­freyrgudmunds­son@gmail.com

Auglýsingar