Bergþór Ólason

Bergþór Ólason: Landsfundur tekur af skarið um spítala, túlkunin slekkur á!

NV 1. Bergþór Ólason 260975-4559

Bergþór Ólason, þingmaður Norðvesturkjördæmis

Pistill birtur í Morgunblaðinu 24. mars 2018.
Um liðna helgi ályktaði lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins meðal ann­ars um framtíðar­upp­bygg­ingu Land­spít­al­ans. Lands­fund­ur ályktaði sem svo að „Lokið verði þeirri upp­bygg­ingu á Land­spít­ala­lóð sem er kom­in á fram­kvæmda­stig og teng­ist nú­ver­andi starf­semi. Farið verði taf­ar­laust í staðar­vals­grein­ingu fyr­ir framtíðar­upp­bygg­ingu sjúkra­húsþjón­ustu með ör­yggi og sterk­ari sam­göngu­leiðum að leiðarljósi.“

 

 

Í meðför­um lands­fund­ar hafði upp­haf­leg­um álykt­un­ar­drög­um verið breytt í meg­in­at­riðum, en um þetta atriði sagði þar „Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tel­ur mik­il­vægt að efla Land­spít­ala há­skóla­sjúkra­hús við Hring­braut með áfram­hald­andi upp­bygg­ingu og bættri aðstöðu.“ Sem sagt: í drög­um átti að klára við Hring­braut, í end­an­legri álykt­un átti að fara í staðar­vals­grein­ingu og byggja nýj­an spít­ala á nýj­um stað.

Að aflokn­um lands­fundi hrósaði ég lands­fund­ar­full­trú­um sér­stak­lega fyr­ir að hafa tekið af skarið með skyn­sam­leg­um hætti og losað verk­efnið úr hjól­för­um um­ferðareyj­unn­ar við Hring­braut.

Nú bregður svo við að tals­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins túlka álykt­un lands­fund­ar með allt öðrum hætti en aug­ljóst er að gera og á allt ann­an hátt en mig grun­ar að meg­inþorri land­fund­ar­gesta hafi talið sig vera að álykta.

Eft­ir lands­fund er því nú haldið fram að álykt­un­in fjalli um að klára upp­bygg­ing­una við Hring­braut, en að það eigi und­ir eins, taf­ar­laust, að fara í staðar­vals­grein­ingu fyr­ir nýj­an spít­ala á nýj­um stað, þar sem áhersla er lögð á góðar um­ferðarteng­ing­ar.

Þessi efti­r­á­skýr­ing held­ur auðvitað ekki vatni. Í fyrsta lagi, þá er það al­veg nýtt að bygg­ing­ar sem enn er verið að hanna séu kallaðar á bygg­inga­stigi, þær eru á hönn­un­arstigi. Í öðru lagi, þá er eng­in þörf á að ráðast taf­ar­laust í staðar­vals­grein­ingu fyr­ir nýj­an spít­ala ef þar er átt við spít­ala sem á að byggja eft­ir nokkra ára­tugi. Í þriðja lagi, þá er eng­in ástæða til að hafa um­ferðarflæði og ten­ing­ar í for­grunni hvað staðar­val á framtíðarspít­ala varðar ef á hon­um á fyrst og fremst að skipta um mjaðmarliði, spegla hné og fjar­lægja fæðing­ar­bletti.

Þessi þrjú kjarna­atriði í álykt­un­inni, eins og henni var breytt á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins, benda öll til þess að fund­ar­menn hafi talið sig vera að leggja þá línu að nýtt þjóðar­sjúkra­hús skuli byggt frá grunni á nýj­um stað, þar sem aðstæður all­ar og aðkoma eru eins og best verður á kosið.

Höf­und­ur er þingmaður Miðflokks­ins.

Auglýsingar