Forsíðufréttir

Landsþing Miðflokksins: Fyrsta Landsþing Miðflokksins verður haldið um komandi helgi 21.-22 apríl

Fyrsta landsþing Miðflokksins verður haldið í Hörpu í Reykjavík helgina 21.-22. apríl næstkomandi, í sölunum Kaldalóni og Norðurljósum. Landsþing hefur æðsta vald í málefnum Miðflokksins, mótar m.a. stefnu flokksins, kýs forystu flokksins, setur lög hans og ákvarðar fastanefndir.

Fulltrúar á landsþingi

Landsþingið er opið öllum skráðum félagsmönnum Miðflokksins. Óskað er eftir því að félagsmenn sem hyggjast sækja þingið sendi skráningu á skraning@midflokkurinn.is fyrir 20. apríl nk. til að gera megi ráð fyrir réttum fjölda.

Bent er á að félagsmenn sem hafa áhuga á að sitja landsþingið sem fulltrúar með atkvæðisrétt þurfa að hafa samband við stjórnir viðkomandi kjördæmisfélaga.

Eftirfarandi landsþingsfulltrúar hafa atkvæðisrétt á fyrsta landsþingi flokksins:

  • Stjórn Miðflokksins.
  • Flokksráðsfulltrúar sem seturétt áttu á fundi flokksráðs Miðflokksins 10. febrúar s.l.
  • Í Flokksráði eiga sæti:

Framkvæmdastjórn.
Stjórnir kjördæmafélaga og formenn deilda.
Þingmenn Miðflokksins.
Efstu fimm frambjóðendur á listum flokksins til alþingiskosninga.
Kjörnir sveitarstjórnarmenn Miðflokksins.
Efstu tveir frambjóðendur á listum flokksins til sveitarstjórnakosninga.
Tíu aðilar tilnefndir af framkvæmdastjórn.
Þrír aðilar tilnefndir af stjórn hvers kjördæmafélags.
Formenn starfandi fastanefnda flokksins.

  • Stjórnir kjördæmafélaga og deilda Miðflokksins.
  • Formenn og fulltrúar í málefnanefnd og laganefnd, kjörnir af flokksráði 10. febrúar s.l.
  • Fulltrúar kjördæmafélaga sem tilnefndir eru skv. eftirfarandi reglu: Þrisvar sinnum fjöldi kjördæmakjörinna alþingismanna í viðkomandi kjördæmi.

Reykjavíkurkjördæmin alls 66 fulltrúar
Suðvesturkjördæmi alls 39 fulltrúar
Norðausturkjördæmi alls 30 fulltrúar
Suðurkjördæmi alls 30 fulltrúar
Norðvesturkjördæmi alls 24 fulltrúar

Stjórnir kjördæmafélaga tilnefna fulltrúa á 1. landsþing og skulu gæta þess að val fulltrúa endurspegli búsetu í kjördæminu. Hvert kjördæmafélag ákveður aðferð við tilnefningu fulltrúa á 1. landsþing og skal þess gætt við þá ákvörðun að félagsmenn í viðkomandi kjördæmi hafi jöfn tækifæri til að óska setu á landsþinginu.

Samþykktir fulltrúalistar kjördæmafélaga skulu berast skrifstofu Miðflokksins (á midflokkurinn@midflokkurinn.is) fyrir 14. apríl nk.

 

Auglýsingar