Forsíðufréttir

Tómas Ellert og Baldur: „Miðbærinn á Selfossi – Sagan endurtekin”

Arborg-Tomas-1 sæti

Tómas Ellert Oddviti í Árborg

Baldur Rób

Baldur formaður í Árborg

Miðbærinn á Selfossi – Sagan endurtekin

Á liðnum árum hafa komið fram ýmsar hugmyndir um skipulag miðbæjarins á Selfossi en minna verið um framkvæmdir. Árið 2007 lá fyrir deiliskipulag í bæjarstjórn Árborgar sem kennt var við Miðjuna ehf. D-listi Sjálfstæðisflokksins, sem þá var í minnihluta í bæjarstjórn, krafðist þess að boðað yrði til íbúakosningar um málið. Þáverandi meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna höfnuðu þeirri beiðni. Þras og þrætur milli fylkinga urðu svo til þess að ekkert varð úr framkvæmdum og skaðabótakrafa vofði yfir sveitarfélaginu.
Árið 2011 keypti Árborg svo um 8400 fermetra land Miðjunar ehf á 175 milljónir króna til að komast hjá ríflega 600 milljón króna skaðabótakröfu félagsins.

Sagan endurtekin en fylkingar skipta um vallarhelming

Í dag liggur fyrir deiliskipulag á miðbæjarreitnum, kennt við Sigtún þróunarfélag ehf, sem samþykkt var í bæjarstjórn og sent Skipulagsstofnun til afgreiðslu. Í þetta sinn er D-listi Sjálfstæðisflokksins í meirihluta bæjarstjórnar og hafði fyrr í ferlinu synjað ósk Samfylkingarinnar, sem nú er í minnihluta, um að skipulagið færi í íbúakosningu.
Meirihluti bæjarstjórnar fellur því í sömu gryfju og meirihluti bæjarstjórnar S, V og B hafði áður lent í, að neita íbúum um að kjósa um skipulag miðbæjarins.
Hvernig komið er fyrir málinu í dag, skrifast alfarið á klaufaleg vinnubrögð meirihluta bæjarstjórnar. Meirihlutinn hefur þráast við og „staðið í lappirnar“ gegn íbúum og neitað þeim um að eiga lokaorðið í málinu.

Virðum lýðræðislegan rétt íbúa

M-listi Miðflokksins í Árborg telur að ákvarðanataka eigi að vera sem næst íbúum sveitarfélagsins sem ákvarðanirnar varða. Íbúakosning um einstök mikilvæg mál er því kjörin leið til að auka lýðræði. Ekki á það sízt við um mál, sem eru í eðli sínu ekki pólitísk og auðvelt er að skjóta í dóm íbúanna líkt og skipulagsmál miðbæjarins á Selfossi. Í Miðflokknum í Árborg eru uppi mismunandi skoðanir á skipulagi Sigtúns Þróunarfélags. Ef skipulagið fær jákvæða umsögn og afgreiðslu Skipulagsstofnunar er ekkert því til fyrirstöðu að fara í íbúakosningu og spyrja íbúa þeirra einföldu spurningar hvort það sé samþykkt skipulaginu – Já eða Nei? Flóknara er það ekki!

Merkjum x við M á kjördag fyrir betri Árborg!

Tómas Ellert Tómasson
Oddviti framboðs Miðflokksins í Árborg
Baldur Már Róbertsson
Formaður Miðflokksdeildar Árborgar

Greinin birtist í Dagskránni á Selfossi

 

Auglýsingar