Forsíðufréttir

Hvað gera þingmenn á sumrin?

Sveinn Hjörtur skrifar:

Sveinn Hjörtur

Sveinn Hjörtur

Hvað gera þingmenn á sumrin?

Birgir og veggurinn

Birgir við grjóthleðsuna

Ég tók hús á þingmanni Miðflokksins í Suðurkjördæmi Birgi Þórarinssyni og var hann við grjóthleðslu þegar ég renndi í hlaðið að Minna-Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd.

hlaðinn veggur

Grjóthleðslan

Mikið og vandasamt verk sem Birgir hefur lagt í. Merkilegt þykir mér að vita til þess að slík nákvæmisvinna sem hann hefur gert af nattni, er hlaðin með gamla laginu og er grjótið klofið og höggvið til. Er sérhver steinn metinn og veginn uns hann fellur á réttan stað í veggnum. Gætt var að því að nota góða undirstöðusteina, smásteina og hellubrot. Birgir blandar saman holtagrjóti og sjávargrjóti. Grjótið þarf að liggja rétt og áseta þess einnig. Möl er á milli og er grjótveggurinn þéttur og fallegur.

Það kemur sér örugglega vel að undirbúa komandi haustþing með slíkri vinnu og þolinmæði.

38254860_10216614881387191_5824063214874263552_n (1)38147566_10216614879907154_466529062907543552_n38254860_10216614881387191_5824063214874263552_n38071434_10216614880427167_2195090525797744640_n

Auglýsingar