Forsíðufréttir

Sigmundur Davíð: Til hvers eru stjórnmálamenn? – „Þegar stjórnmálamenn afsala sér valdi eru þeir nefnilega ekki að afsala sér eigin valdi. Þeir eiga ekki valdið sem þeir fara með. Valdið er eign kjósenda.”

Forsíðufréttir

Sigmundur (1) Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins

Lýðræði er víða í hættu. Færa mætti rök fyrir því að einn áhrifaríkasti þátturinn í þróun Vesturlanda á 21. öld sé sú tilfinning að aðstæðurnar sem við búum við séu nánast sjálfgefnar. Víða er það viðhorf orðið ríkjandi að hlutir sem barist var fyrir og mótuðust um aldir séu óhjákvæmileg afleiðing af framvindu tímans. Því fylgir sú trú að framfarir haldi áfram svo framarlega sem ekki sé beinlínis komið í veg fyrir þær. Af þessu leiðir svo að hinar raunverulegu ástæður framfaranna eru vanræktar og jafnvel fyrirlitnar.

Eitt af því sem hefur aldeilis ekki reynst sjálfgefið er lýðræði, sú hugmynd að allir menn skuli hafa jafnan rétt til að segja til um hvernig samfélaginu skuli stjórnað. Hugmyndin er undantekning frekar en regla í sögu mannkyns. Jafnvel nú á 21. öldinni er lýðræði síður en svo almennt. Samkvæmt svokallaðri lýðræðisvísitölu (e. Democracy Index) hins…

View original post 1.563 fleiri orð