Forsíðufréttir

Þrumuræða Vigdísar Hauksdóttur á Landsþingi sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið er á Akureyri 26-28 september – Myndband

Vigdís Hauksdóttir fór í ræðustól á Landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga í dag og benti fundargestum á að tími fjórflokksins væri liðinn og það væri í hrópandi ósamræmi við úrslit sveitarstjórnarkosninganna í vor að Miðflokkurinn sem fékk 4. bestu kosninguna á landsvísu ætti ekki fulltrúa í stjórn sambandsins. Vigdís benti jafnframt á að engvir bæjarmálalistar og óháð framboð ættu fulltrúa þar skv. tillögu uppstillingarnefndar þó að yfir helmingur sveitarstjórnarfulltrúa ættu sæti á slíkum framboðslistum auk þess sem margt Miðflokksfólk væri einnig á þeim listum. Sjón er sögu ríkari.

 

Auglýsingar