alþingi

Greiðslukóngur og greiðsludrottning Alþingis koma úr röðum VG – Steingrímur J. og Lilja Rafney þegið samtals um hálfan milljarð á tímabilinu frá Alþingi

Á vef Alþingis voru birtar nýverið upplýsingar um heildargreiðslur til allra þingmanna frá janúar 2007 til og með október 2018. Upplýsingarnar sem voru birtar innihalda ekki laun eða greiðslur vegna ráðherrastóla heldur einungis þær greiðslur sem Alþingi greiðir til þingmanna.

Þingmenn VG gera betur en aðrir þingmenn í að þiggja greiðslur frá Alþingi

St3eingrímurJ

Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG

Greiðslukóngur tímabilsins sem um ræðir er Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis og þingmaður VG en hann hefur þegið samtals 178 m.kr. m.v. verðlag hvers árs fyrir störf sín á Alþingi. Steingrímur gegndi ráðherraembætti á tímabilinu en þær greiðslur eru ekki innifaldar. Ef miðað er við þróun launavísitölu þá eru heildargreiðslur til Steingríms frá Alþingi að núvirði 253 m.kr. en 210 ef m.v. er við neysluverðsvísitölu.

Liljarafney

Lilja Rafney þingkona VG

Greiðsludrottning Alþingis, Lilja Rafney Magnúsdóttir samflokkskona Steingríms J. hefur þegið á tímabilinu samtals 157 m.kr m.v. verðlag hvers árs en 210 m.kr. á núvirði m.v. þróun launavísitölu en 173 mkr. ef m.v. er við neysluverðsvísitölu.

GerumBetur2-100-VG

Auglýsingar