Forsíðufréttir

Sigmundur Davíð: Um stefnuræðu forsætisráðherra – „…við erum með ríkisstjórn sem snýst bara um eitt, hún snýst bara um sjálfa sig.”

Forsíðufréttir

Sigmundur (1)

Sigmundur Davíð um stefnuræðu forsætisráðherra.

„Ríkisstjórnin er kerfisstjórn”

Forseti. Góðir landsmenn. Þegar Íslendingar þurfa að segja eitthvað en hafa ekki frá neinu að segja er venjan sú að tala um veðrið. Sú hefð birtist nú í stefnuræðu forsætisráðherra. Ríkisstjórnin er kerfisstjórn. Hún hefur enga pólitíska sýn og við vitum hvers vegna. Við vitum öll til hvers þessi ríkisstjórn var mynduð, eingöngu til að skipta á milli sín ráðherrastólum og koma í veg fyrir að samstarfsflokkarnir hrindi kosningaloforðum sínum í framkvæmd.

Þó er rétt að viðurkenna að forsætisráðherra nefndi ýmis göfug markmið í ræðu sinni, talaði í hátíðarræðustíl um fallega hluti sem allir geta verið sammála um. En hvað með aðferðirnar, sýn ríkisstjórnarinnar á hvernig hún ætlar að ná markmiðunum? Það litla sem við heyrðum um það var í anda sýndarpólitíkur og kerfisvæðingar, snerist um að tikka í boxin með áformum um stærra bákn og fleiri boð og bönn.

Forsætisráðherra nefndi…

View original post 962 fleiri orð