alþingi

Hver ber ábyrgðina? – Jarðgangagerð og vegagerð undir Húsavíkurhöfða vegna kísilvers PCC á Bakka kostaði 3.5 milljarða og fór nálægt 100% yfir kostnaðaráætlun!

Birgir og veggurinn

Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Í skriflegu svari Þórdísar K. R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar, þingmanns Miðflokksins, frá 5. desember kom fram að heildarkostnaður ríkissjóðs við jarðgangagerð og vegagerð undir Húsavíkurhöfða vegna kísilvers PCC á Bakka fór nálægt 100% yfir kostnaðaráætlun. Áætlunin hljóðaði upp á 1,8 millj. en framkvæmdin endaði í 3,5 milljörðum króna. Þess má geta að göngin eru ekki ætluð fyrir almenna umferð.

Þá er ekki víst hvort 819 milljóna króna lán ríkissjóðs til hafnarsjóðs Húsavíkurhafnar fáist endurgreitt því óvíst er hvort arðsemi hafnarinnar dugi til að endurgreiða öll lán sem tekin voru vegna stækkunar hafnarinnar.

PCC á Bakka fær 40 prósenta afslátt af hafnargjöldum í 14 ár frá undirritun fjárfestingarsamnings ríkisins og kísilversins.

Hver ber ábyrgð á þessu?

Svör ráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar

Auglýsingar