Forsíðufréttir

Stofnfundur Árnesingadeildar Miðflokksins – Guðmundur Kr. Jónsson kjörinn formaður

Stofnfundur Árnesingadeildar Miðflokksins var haldinn í gær fimmtudaginn 21. mars. Staða Miðflokksins er sterk í Suður-kjördæmi sem sýnir sig í því að nú er fjórar öflugar deildir auk kjördæmastjórnar starfandi í kjördæminu og mikill áhugi er á stofnun fleiri deilda í kjördæminu.

Guðmundur Kr. Jónsson formaður Árnesingadeildar Miðflokksins í Suðurkjördæmi
Nýkjörin stjórn Árnesingadeildar

Stjórnina skipa:
Guðmundur Kr. Jónsson – formaður
Ari Már Ólafsson
Ásdís Bjarnadóttir
Guðrún Jóhannsdóttir
Baldvin Nielsen

Varastjórn:
Arnar Hlynur Ómarsson
Sólveig Guðjónsdóttir

Stjórn Árnesingadeildar ásamt þingmönnum og bæjarfulltrúa Miðflokksins í Svf. Árborg
Vel var mætt á stofnfundinn – Hér er Elvar Eyvindsson með orðið

Þingmenn Suður-kjördæmis Birgir Þórarinsson og Karl Gauti Hjaltason auk bæjarfulltrúans í Svf. Árborg, Tómas Ellert Tómasson fóru yfir störf sín og helstu mál sem í gangi eru á Alþingi og á sveitarstjórnarstiginu.


Birgir Þórarinsson í pontu
Auglýsingar