Miðflokkurinn

Miðflokkurinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Stofnandi Miðflokksins er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður og fyrrverandi forsætisráðherra.

Miðflokkurinn er flokkur með djúpar rætur á miðju stjórnmálanna. Flokkur fyrir skynsamt fólk með skýra sýn á grundvallarmál samfélagsins. Miðflokkurinn vinnur að réttu lausninni – skynsamlegu lausninni – rökréttu lausninni. Ekki lausn sem aðeins passar inn í fyrirfram ákveðna hugmyndafræði.

Miðflokkurinn er flokkur sem veitt getur stöðugleika og staðið vörð um hefðbundin grunngildi en um leið verið flokkur hugmyndaauðgi og framfara. Flokkur sem leitar til þeirra sem best þekkja til á hverju sviði og styður góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma.

Heimasíða Miðflokksins er:
http://www.midflokkurinn.is